Nýi tíminn - 01.02.1936, Side 1
Aldarminning
Jakobs H á I f d a n a rso n a r
Frá frelsisbaráttu íslenzkrar alþýðu
Jakob Hálídanarson
1 dag er hundrað ára afmæli
Jakobs Hálfdánarsonar, föður
samvinnunnar á íslandi. Nýi Tím-
inn hefir tileinkað þetta tölublað
sitt minningu hans og mun gefa
lesendum sínum yfirlit yfir lífs-
starf hans og baráttu eftir því,
sem rúm leyfir.
Jakob var sprottinn upp úr
þeim jarðvegi íslenzks þjóðlífs,
sem kaldast og harðast hefir
blásið um: Faðir hans, Hálfdán
Jóakimsson, var leiguliði og bjó í
Brenniási, heiðarbýli efst á Fljóts-
heiði, Bárðardalsmegin. Vonbjart-
ur hófHálfdán búskapsinn á þessu
eyðikoti, byggði hann upp húsin
og gerði miklar bætur á jörðinni,
eftir því sem kraftar leyfðu, en
fyrir ofbeldi og yfirgang um-
boðsmanns þjóðjarða í sýslunni,
varð ‘Hálfdán að hrökklast burt
af kotinu, eftir að hafa fórnað
kröftum sínum og fjölskyldu
sinnar um tuttugu ára skeið því
til endurreisnar. Þetta grimma
hlutskifti leigubóndans, að láta
hann þræla sjálfum sér og fjöl-
skyldu sinni út í marga áratugi,
reka hann síðan burt af jörðinni
og sölsa þannig ávextina af striti
hans endurgjaldslaust undir sig,
fékk mjög á Jakob. Enda hafði
það orðið fjölskyldu hans dýr-
keypt; Jakob var hið eina barn
Hálfdánar (af alls 11), sem náði
fullum þroska, hin dóu á bernsku
aldri; þoldu ekki aðbúðina í
þessum „Sumarhúsum" Hálfdáns
Jóakimssonar, féllu í sjálfstæðis-
baráttu hans. Ríkti æ síðan í
huga Jakobs reiði og hatur til
þess leiguliðafyrirkomulags, sem
hafði bakað fjölskyldu hans á-
þján og ástvinamissi. Um þessar
mundir, var mikið talað um
Brasilíufarir. Vonsvikinn og nap-
ur í huga fór Jakob að hugsa til
að flytja af landi burt, en þó
varð, fyrir einhverja tilviljun,
ekki úr því. Forsjónin hafði ætl-
að honum önnur og þýðingar-
meiri störf. Reynsla sú og kynni,
sem Jakob hafði af lífsbaráttu
hins fátæka, íslenzka leiguliða
mótaði lífsviðhorf hans og hug-
sjónir, vígði hann til æfilangrar
þjónustu í baráttu hinna féflettu,
kúguðu og réttlausu stéttar-
bræðra hans. Jakob segir frá því
í æfisögu sinni, að hann átti
enga jafnaldra til þess að leika
sér við og muni það hafa átt sinn
þátt í því, að hugur hans beindist
snemma að hinum alvarlegri efn-
um. Enda var hann ekki nema
19 ára er hann gekkst fyrir
stofnun sauðfjárkynbótabús. Hjá
Jakobi bar snemma á miklum á-
huga fyrir öllum samtökum og
félagsskap. „Las ég oft um fé-
lagsskap og fannst hann vera al-
máttugur ,...“ segir Jakob í
æfisögu sinni sinni. Þetta var
kenning hans. En það varð meira
en kenning hans; mun ekki auð-
fundið fegurra dæmi, þar sem
kenning og athöfn fylgjast að,
en í æfiferli hans. Trú Jakobs á fé-
lagsskap og samtök var næsta
merkileg, svo mjög sem félags-
þroski manna var skammt á veg
kominn á þeim tímum, en orka
sú, sem honum tókst að leysa úr
læðingi og nýta til hagsbóta fyr-
ir almenning í Þingeyjarsýslu,
sýndi eftirminnilega að hún var
á rökuni byggð.
Jakob dó á Mýrarkoti á Tjör-
nesi 30. janúar 1919 hjá Hálf-
dáni syni sínum. Var hann þá
nær 83 ára og mjög slitinn og
fyrirgengilegur. Einkum voru
mikil brögð að minnisleysi hans,
þó mundi hann jafnan bezt það
er fyrir lengstu var hjá liðið. Öll
þau mörgu málefni, er Jakob
starfaði að heima í sýslu, bundu
hann svo, að hann fór lítið í lang-
ferðir, enda fóru efni hans, þau
er hann átti, beint og óbeint í
þarfir þess málefnis, er hann setti
sjálfum sér og fjölskyldu sinni
miklu ofar. Jakob sóttist aldrei
eftir metorðum, þótt hann héldi
fast fram þeim málum er honum
var trúað fyrir. Framkvæmdir
Kaupfélags Þingeyinga hafði
hann með höndum í 25 ár og
var þó jafn fátækur og þá hann
fyrst leit dagsins ljós í Brenni-
ási 1836.
Leiðin frá Brenniási í Mýrar-
kot er stutt, — mjög stutt. Ja-
kob hefir sýnt okkur, að það er
hægt að fá sig fullþreyttan á svo
stuttri leið. Fast hefir verið stig-
ið niður á stundum og mun þeim
veitast það erfitt, ef einhverjir
kynnu að hafa hug á því, að af-
má þau hin djúpU spor er Jakob
hefir látið eftir sig í Þingeyjar-
sýslu. Framhald mun verði á
þeirri hagsmunabaráttu, sem Ja-
kob sýndi og sannaði að var hin
eina rétta leið.
Nýi Tíminn birtir hér grein úr
„Óðni“ 1. tbl. XIII. árg. 1917
eftir hinn þjóðkunna merkis-
mann Hermann Jónasson alþm.
og skólastj. á Hólum, var hann
samtíðarmaður Jakobs og hafði
af honum mjög náin kynni. Er
greinin svo heimildarík um æfi
Jakobs, að ekki verður frekar á
kosið.
Hann er fæddur 5. febr. 1836
í Brenniási, sem er heióarbýli og
og telst til Bárðardals í Suður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans
vorii: Hálfdán Jóakimsson og Að-
albjörg Sigurðardóttir. Voru þau
af ráðsettu. atorkusömu og val-
inkunuu bændafólki þar í sýslu
komin. Dvaldi Jakob þar hjá for-
eldrum sínum til 1856. Þá flutt-
ist hann um vorið að Grímsstöð-
um við Mývatn með meirihluta
bús föður síns, og bjó þar með
ráðskonu eitt ár. Vorið 1857
fluftist svo faðir hans alfarinn á
jörðina. En vorið 1861 byrjaði
Jakob sjólfur búskap á henni.
Snemma kom það í ljós að
Jakob var mjög vel gefinn, og
að því skapi bókhneigður. Átti
því að Iáta hann ganjp Skóla-
f
i