Nýi tíminn - 01.02.1936, Qupperneq 2

Nýi tíminn - 01.02.1936, Qupperneq 2
2 N Y I T í M I N N veginn og byrjaði hann á latínu- námi. En þótt hann væri mjög bókhneigður, 'stefndi hugur hans þó enn frekar út í starfslífið. Þeg- ar Jakob var þrettán ára, tók hann því ráðin af foreldrum sín- nm'og kennara og hætti náminu. Virtist honum latínunámið lítt myndi glæða hjartfólgnustu hug- sjónir sínar. Af sauðfénu hafði hann þegar mikið yndi, og sá vel og skyldi gagnið af því; enda var hið mesta kostaland í Brenni- ási. En fyrir Jakobi vöktu mikið fegurri og arðmeiri sauðfjárhjarð- ir en þær sem hann átti að venj- ast. Enn fremur mikið betur rækt- að land til fóðurframleiðslu, og óþrotlegar kynbótatilraunir bú- þeningsins. Að sluðla að þessu virtistist honum verkefni, er sér myndi verða hugðnæmara en embættisrekstur. Eftir tillögum Jakobs stofnuðu svo. sjö(?) bænd- ur í Bárðardal sauðfjárkynbóta- bú vorið 1855. Er það híð fyrsta þess kyns hér á landi. Sýnir þetta bezt'framtakið og áhugann hjá 19 ára pilti, og ekki sízt þegar þess er gætt, á hvaða tím- um þetta var. í þessu augnamiði var þá reist myndarlegt fjárhús með hlöðu við á Arndisarstöðum í Bárðardal. Eftir 5 ár leystist félagið þó aftur upp, fyrir þá sök, að flestir meðlimir þess fluttust burtu í ýmsar áttir, en mestu skifti þó, að Jakob var þá farinn í aðra sveit. Félagið barþó nokk- urn árangui, einkum að því er vakningu snerti. Og við þetta félag miðaði sig að sumu leyti „Fjárræktarfélag Suður-Þingey- inga, er stofnað var á Halldórs- stöðum í Reykiadal árið 1896, og var Jakob einn aðalfrumkvöðull að. Jakob Hálfdanarson var mjög hneigður fyrir trésmíði. Á ung- lingsaldri stundaði hann lítið eitt nám í þeírri iðn, hjá föðurbróður sínum Jóni dbrm. Jóakimssyni á Þverá í Laxárdal. Rak hann svo þá atvinnu ásamt bú- skapnum fram á fimtugsaldur. Einnig lærði hann á yngri árum sínum að stýra plógi, sem mjög var þó fágætt á þeim tímum- Alla sína æfi hefir Jakob haft hinn mesta áhuga á öllum þarf- legum félagsmálum. Auk þess sem áður er sagt, var hann aðal- forgöngumaður þess, að stofna lestrarfélag í Bárðardal, og þá innan við tvítugt. Einnig var það mest fyrii hans forgöngu, að stofnað var lestrarfélag í Mývatns- sveit árið 1858, og mun það fé- lag vera bókaauðgast af lestrar- félögum til sveita hér á landi. J. H. var og mikið riðinn við þann félagsskap er stofnaður var í Þingeyjarsýslu veturinn 1859— 1860, og stefndi að fólksflutningi til Brasilíu. Lagði hann síðan allmikinn hug á að flytjast af landi burt um næstu 7 ára skeið_ En áhrifírmest hefir það reynzt út á við, að J. H. varð aðalhvata- maður að stofnun „Ivaupfélags Þingeyinga“. Vorið 1881 bauð hann bændum í kringliggjandi sveitum, að annast sauðasölu til Skotlands. SYo var það að til- hlutun sýslunefndar á fundi hinn 29. apríl 1881, að hann tók að sér þennan starfa. Enga vitneskju hafði Jakob þá fengið, hvorki um ensk né dönsk kaupfélög. Allt fyrir það tókst þessi byrjunartilraun ágætlega. Skozkur kaupmaður, D. R. Slim- on, keypti fyrir tilhlutun Jakobs 2000 fjár. Borgaði hann það að nokkru með ódýrum nauðsynja- vörum, en afganginn með 32000 krónum í peningum. Jakob boð- aði svo til almenns fundar þá um haustið, er haldinn var að Grenj- aðarstað þann 26. sept. Var á þeim fundi stofnað hið fyrsta kaupfélag hér á landi. Á fundi að Þverá i Laxárdal, þann 20. febrúar 1882, voru samþykkt lög félagsins og stjórn kosin. Jakob var þá falin framkvæmd á kaup- stjórn erlendis, húsbygging á Húsavík og afhending á öllum vörurn félagsins og reiknings- færsla þess. Var þetta verk afar- umfangsmikið og erfitt og fárra meðfæri að leysa það af hendi, einkum þegar utn byrjun var að ræða. Þegar hér var komið mátti svo að orði kveða, að Jakob væri sjálfur alsetztur að á Húsavík, ])ótt kona hans, ásamt 6 börn- um þeirra, væri við bú á Gríms- stöðum til vorsins 1884. En þá fluttist hún alfarin til Húsavíkur. Jakob hafði þá byggt sér þar íbúðarhús og félagið var kornið vel á laggirnar. Kona hans var Petrína Kristín dóttir Péturs óð- alsbónda Jónssonar í Reykjahlíð. Þau giftust 2. júlí 1860, en hún deyði 19. nóv. 1707. Elzt barna þeirra var Guðrún, er gift var Friðriki bónda Guömundssyni frá Grímsstöðum á Hólsfjöllum. Guð- rún deyði ung, en lét eftir sig eina dóttur, Laufey að nafni, sem nú er gift hollenzkum manni, sem Obermann heitir og er landstjóri Hollendinga á Sumatra. Þá Jón Ármann, áður kaupmann á Húsa- vík, nú í Ameríku. Þá Aðalbjörg kona Gísla læknis Péfurssonar í Eyrardakkalæknisumdæmi. Þá Hálfdán búandi á Tjörnnesi. Her- dís bókhaldari og Jakobína kenn- ari. Borgarabréf leysti Jakob íjúní 1882 og rak smáverzlun ásamt kaupfélagsstörfum sínum. Er sennilegt að sá kaupskapur hafi verið frumspor að söludeildum kaupfélaganna. Samkvæmt fögum „Kaupfélags Þingeyinga“ var erindreki þess eigi ráðinn nema til eins árs í senn. En ætíð samdist svo, að Jakob lét eigi af þeim starfa fyr en vorið 1906. Hafði hann þá unnið í fullan aldarfjórðung að mestu leyti í þarfir almennings, eða frá 29. apríl 1881 sem áður segir. Árið 1889 var stofnað jarða- bótafélag á Húsavík, sem er þar starfandi enn. Hefur Jakob frá byrjun verið formaður þess. Þór- hallur biskup Bjarnason hefir sagt mér, að þegar hann, sem formaður Búnaðarfél. Isl. kom á Húsavík 1904 haíi þetta félag Húavíkinga verið mjög blómlegt, sem hann þakkaði Jakobi aðal- lega. Höfðu þá um 40—50 af þorps- búum eitthvað af ræktuðum gras- nytjum og áttu meira eða minna af skepnum. Annálaði hann mik- ið þá vinnu, sem Jakob hefði lagt í að bókfæra með frábærri mákvæmni öll störf félagsmanna og arð og afnot af ræktuðu landi og skepnum þeirra. S>rnir þetta ljóst starsvilja, áhuga og ósér- þlægni Jakobs, þótt á gamals- aldri væri. í sýslunefnd fyrir Skútustaða- hrepp og Húsavíkurhrepp hefir Jakob setið til samans í 35 ár, og hefir ætíð reynst farsæll og tillögugóður. Þá var hann 5 ár í stjórnarnefnd búnaðarskólans á Hólum í Hjaltadal. Afgreiðslu „Sameinaða gufu- skipafélagsins“ hefir hann haft síðan 1885. Eftir eldgosið á Mývatnsöræf- um 1875 þurfti að leggja nýjan veg yfir öræfin og varða hann. Fól amtmaður Jakobi að standa fyrir þeim starfa, þótt eigi hefði hann áður stundað vegalagningu. Stóð þetta yfir í þrjú vor, eða árin 1878—1880. Var það fyrir tilstilli Jakobs, aö þá var byggt sæluhús úr steini við Jökulsá á Fjöllum. Kostaði það um 2800 kr. Var Jakobi einnig falin um- sjón með verkinu. Á því húsi var hin mesta nauðsyn. Jakob varð fyrstur manna til að halda úti skrifuðum sveita- blöðum hér á landi. Stofnaði hann þau I870, og hafa þau ver- ið stöðugt síðan í Mývatnssveit. Sumarið 1874 mætti J. H. á Þing- vallafundi samkvæmt kostningu héraðsbúa. Sat hann bæði þar og í Reykjavík hátíðahöld konungs. Eitt hið síðasta, er Jakob hef- ir haft á hendi, er þátttaka hans í stofnun timbursmíðaverkstæði á Húsavík, er gengur fyrir vatni. Var það sett á stofn 1904. Við störf á verkstæðinu hefir Jakob mist þrjá fmgur hægri handar. Störf þau, sem J. H. hefir unn- ið að og leyst af hendi með sæmd, eru því mörg og margvís- leg. Hver gagnsemdarmaður hann heíir reynst, má þakka hans mikla framfaraáhuga, félagslyndi, hreinskilni og ósérplægni. Hann hefir einnig haft mjög fjölhæfar gáfur og er víðlesinn. Mestu skiftir þó, að Jakob hefir ætíð verið svo valinkunnur sæmdar- maður í hvívetna, að allir hafa borið fylsta traust til hans. Rögn- valdur byggingameistari Ólafs- son minnist hans í bréfi til mín árið 1914 með þessum orðum: „Ég sá J. H. fyrst, að mig minn- ir, haustið 1905. Var hann þá á ferð á ísafirði. Mér leist hann þegar vel; mikill og karlmann- legur, sviphreinn og því likur, að hann myndi áræðinn en þó var- færinn. Hann er þannig gerður hann gleymist varla þeim, sem einu sinni hafa haft kynni af honum- Virtist mér minningunni fylgja meiri hlýja en á sér stað um flesta eftir svipaða kynn- ingu“. tlermann Jönasson. mmmmmmmmmmxmmm 88 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 Vinnufatagerð íslandsh.f. R e y k j a v í k ■ ■ allar tegundir vinnufatnaðar fyrir fullorðna, unglinga, börn framleiðir: ***&?<& Hentugustu fötin til leika og nta-fa. 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 83 838383838383838383838383838383838383838383838383838383

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.