Nýi tíminn - 01.02.1936, Side 6

Nýi tíminn - 01.02.1936, Side 6
N Y I T í M I N N 6 baráttu hennar, í það að verða beztu tæki bankavaldsins meðai hennar til þess að nremma arö- inn af erfiði hennar. í hinu óskiljanlega og senni- lega meiningarlausa glamri sínu um „sannvirðið“ hafa forsprakk- ar kaupfélaganna þókst finna siðferðilegan grundvöll til þess að reka auðvaldssinnaða pólitík gagnvart verklýðsstéttinni. Virð- ast þeir þar eins og á öðrum sviðum þverbrjóta meginreglu J. H. og annara írumherja sam- vinnunnar í landinu, því fyrir tilverknað J. H. hækkuðu verka- laun á Húsavík strax á fyrstu árum K. Þ. að miklum mun. Hvarvetna þar, sem núverandi forystumenn félaganna hafa komið nálægt verklýðsmálum, þá hefir þáð verið á einn veg, — í beinni andstöðu við hagsmuni verkalýðsins. Nægir þessu til sönnunar að nefna fátt eitt, en af nógu er að taka (Garnadeil- an í Rvík 1930, þar sem S. í. S. ætlaði að þverskallast við því að greiða gildandi taxta V.k.f. Framsókn, deilurnar á Hvamms- tanga og Blönduósi, sláturhús- deilurnar á Húsavík, Akureyri, Stykkishólmi og Borgarnesi o. s. frv.). í þessum deiium fiestum var barist fyrir því, að kaupfé- lögin greiddu gildandi taxta á hverjum stað. 1 þessum deilum flestum var óspart harnrað á því, að þarna væru kaupfélagsmenn að vinna að sinni eigin fram- leiðslu. Það kæmi því verklýðs- félögunum ekkert við. Auðvitað eru þetta megnustu rökvillur, enda ekki bornar fram til ann- ars en að falsa staðreyndir. Að því leyti, sem félagsmenn unnu hjá kaupfélögunum, þá var það hvort tveggja, tiltölulega lítill hópur allra félagsmanna og á- valt fátækari hlutinn. Ef þessi hluti vann fyrir neðan taxta eða fyrir lágt kaupgjald, þá var hann að færa hinum hlutanum, meginhlutanum og það þeim bezt stæðu í félaginu, fjárhags- lega fórn og hana undir öllum kringumsætðum rangláta í mesta máta. Þannig er svipur forystu samvinnunnar á Islandi nú á dögum gagnvart hinum vinnandi stéttum. Hún stendur með reidd- an hnefa skuldaþrælkunarinnar á aðra hlið, en launakúgunarinn- ar á hina. Með framkomu síð- ustu ára hafa þau glatað hinam siðferðilega rétti til þess að telja sig arftaka félgashugsjóna J. H. og samherja hans. Áhrif þessarar blekkjandi starfsemi í þágu auðvaldsins eru líka auðsæ. Kaupfélögin hafa aldrei náð neinum teljandi á- hrifum meðal verkalýðsins vegna andstöðu sinnar við hagsmuni verklýðsstéttarinnar í kaup- gjaldsmálum. Á síðustu áratug- um hafa víða umhverfis landið risið upp kaupmenn við hlið kaupfélaganna og rekið starfa sinn með góðum árangri. Og ekki er það sársaukalaust fyrir sanna samvinnumenn að sjá í seinni tíð Guðjónsens-verzlun á Húsavík vaxa fiskur um hrygg með hverju ári sem líður, jafnframt því sem K. Þ. sekkur æ dýpra í fen óbotnandi skulda. Kaupfé- lögin eru því í virkilegri hrörnun þó það komi kannske ekki enn fram í minnkandi viðskiptum. Núverandi forvígismenn sam- vinnunnar á íslandi eru í flestu ógæfumenn. Þeir hafa glatað arfi brautryðjendanna. Hin eina hamingja, sem héðan af er hægt að hugsa sér að falli þeim í skaut, er sú, ef þeim raunveru- lega gæti tekist að gleyma braut- ryðjanda kaupfélaganna J. H. og hinu frumlega innihaldi þeirra. Þeir hafa ábyggilega fullan hug á því. Forvígismennirnir hafa þegar gleymt og vilja gleyma enn meiru. En alþýðan í land- inu, sem enn í dag heyir lífsbar- áttu sína upp á líf og dauða, man J. H. og brautryðjendastarf kaupfélaganna á fyrstu árum. Hún hefir nú hafið upp merki frumherjans, þar sem það féll og hefir síðan verið traðkað af „vinsamlegum" óvinum hennar. Á ég þar við pöntunarfélögin, sem verkalýður í kaupstöðum landsins er nú að skapa. Þau eru í öllum aðalatriðum steypt í sama mót og kaupfélögin á fyrstu ár- um. Pöntunarfyrirkomulagið er hinn ytri rammi, en skuldlaus verzlun og lægsta fáanlegt kostn- aðarverð meginregla. Alþýða bæjanna virðist líka vel skilja að hér sé hagsmunum í tilefni af aldarminningu Jakobs Hálfdánarsonar, er rétt að athuga samband Framsóknar við frumherja kaupfélaganna i því ljósi, sem starf J. H. gefur tilefni til. Þegar saga Kaupfélags Þing- eyinga er lesin niður í kjölinn, er ekki hægt að komast fram hjá þeirri sögulegu staðreynd, að hin fyrsta mótun og forusta þess- arar félagsmyndunar var fyrst og fremst í höndum J. H. Hann — kannske einn allra sinna fé- laga — skildi það, að kaupfélag var aðeins mið að marki, en ekkert takmark í sjálfu sér. Það sést ijósast á grein, er hann skrifaði í „Ófeig“ 1892, þar sem hann ræðst á hugmyndir sam- vinnumannanna um sannvirðið og taldi það helzt ekki til, eða a. m. k. kaupfélögin ófær um að finna það. Hann leit ekki fyrst og fremst á kaupfélögin sem hugsjón, heldur hagsmuna- samtök vinnandi alþýðu á móti v,erzlunarkúgun og milliliðaokri. Og á þeim vettvangi taldi hann sigursælast að vinna alla alþýðu manna til fylgis við kaupfélagið. Þessar hugmyndir hans um sam- vinnu og kaupfélög mótuðu alla starfshætti hans. Það er því ekki hennar þjónað af einlægni og á réttan hátt. í Reykjavík er að gerast kraftaverk í þessu efni, því að reykvízkur verkalýður hefir fengið orð fyrir að vera lítið hrifinn af kaupfélögum, enda er reynzla hans frá fyrri árum sorgleg mjög í þessu efni. En nú er það æfintýri að gerast hjá verkalýð Reykjavíkur, sem einna ánægjulegast er að ’minn- ast úr sögu undirstéttanna á ís- landi á líðandi stund. Nú flykk- ist hann af jafnmikilli hrifningu og áhuga inn í Pöntunarfélag Verkamanna, eins og hann áður fyrri fyrirleit af miklum inni- leika hálaunaklíkuna í hvíta hús- inu við Arnarhól. Þessi nýja viðleitni alþýðunnar til þess að draga saman það bezta úr reynzlu kaupfélaganna og skapa sér úr því biturt vopn í hagsmunabaráttu sinni, hefir verið litin mjög óhýru auga af S.Í.S.-klíkunni og hefir hún sent eitt peð sitt, Guðl. Rósinkranz, út af örkinni til þess að sverta þessi samtök í augum þeirrar al- þýðu, sem enn stendur utan við þau. En Guðl. Rósinkranz er maður mjög fákunnandi í þeim alvarlega leik, sem heitir lífs- barátta alþýðunnar, en þar á móti þeim mun betur að sér í sníkjufræðum bitlingahjarðar núverandi stjórnarvalda. Alþýða landsins mun dæma skraf hans um pöntunarfélögin í fyllsta einungis, að í odda skerist með forkólfum samvinnunnar nú á dögum — sem telja „sannvirð- ið“ hið æðsta takmark hinnar efnalegu þróunar — og Jakobs Hálfdánarsonar, heldur skarst oft í mjög í odda með honum og samstarfsmönnum hans við K. Þ. Sem dæmi þess hve alvarleg sú misklíð oft var, má nefna það, að eitt sinn byggði Jón Sigurðs- son á Gautlöndum, form. félags- ins, honum út úr húsum K. Þ. á Húsavík, en viö rannsókn máls- ins kom í ljós, að Jakob átti hús- in en ekki kaupfélagið, og var félagið því leigjandi Jakobs, en hann ekki þess. Varð Jón að við- undri fyrir þetta frumhlaup sitt. Þessar skoðanir hans og þau átök, sem urðu um þær, sýna, að Jakob hefir jafnv.el frekar en nokkur annar af frumherjum kaupfélaganna hér á landi stað- ið á grundvelli stéttabaráttunn- ar. Víða kemur það fram í skrif- um hans, hverja nauðsyn hann taldi vinnandi fólki að standa saman um hagsmuni sína. Hann lagði því höfuðáherzlu á eflingu hverskonar félagsskapar, sem hann taldi „almáttugan", eins og hann orðaði það sjálfur. Það, sem hér hefir sagt verið samræmi við þetta persónulega innihald hans og Pöntunarfél. verkamanna, sem hefir sigrað heildsalaklíku Reykjavíkur, man vaxa og eflast þó veimiltítur eins og Gl. R. kreppi granna fingur um pennaskaftið sitt. En á sama tíma, sem þessi ó- frægingarherferð er gerð, bind- ast P. V. og Kaupfélag Reykja- víkur, — hið eina lífvænlega kaupfélag sem S. f. S. hefir tek- ist að stofna í höfuðstaðnum, mest fyrir ágætt starf forstj. síns Helga Lárussonar — samtökum . um sameiginlegar vörupantanir frá útlöndum og sameiginlega vefnaðarvöruverzlun í bænum. Yfir því gætir forystuklíka S. í. S. vandlega að þegja. Núverandi forráðamenn ís- lenzkra samvinnufélaga hafa sýnt viðleitni til þess að varpa þögn og gleymsku á minningu J. H. og fyrstu samherja hans. Or- sakirnar hafa verið raktar hér ða framan. En hin nýju pöntunarfélög, og þau kaupfélögin sem hnegjast til starfshátta þeirra, hafa tekið upp merkið, þar sem það féll úr höndum hinna fyrstu kaupfélags- manna. Þau munu geyma minn- ingu beggja: Núverandi ráða- manna ísl. samvinnu, sér til varn- aðar, og minningu Jakobs Hálf- dánarsonar, sér til uppörfunar og eftirbreytni. af skoðunum J. H., verður að nægja til þess að sýna, að all- mjög ber þeim á milli í skoðun- um, núverandi foringjum kaup- félaganna og Framsóknarflokks- ins og honum. Enda hafa þeir í seinni tíð á all,áberandi hátt dulið þann þátt, sem J. H. á í myndun K. Þ. Nú síðast Jónas Þorbergsson, ,er hann minnist níræðisafmælis Benedikts á Auðnum, þar sem hann telur þá tvo, Benedikt og Pétur á Gaut- löndum, hafa byggt upp K. Þ., en nefnir ekki Jakob Hálfdánar- son á nafn. En það væri lítilsvert að rifja upp félagsmálaskoðanir J. H., ef vitað væri, að hann hefði ver- ið einn um þær. En það :r 1- veg víst, að svo er ekki. Hann hefði ekki verið framkvæmda- stjóri félagsins fleiri áratugi við svo mikla andstöðu, og hann átti við að stríða innan félagsstjórn- arinnar, ef hann hefði ekki átt marga skoðanabræður með^l hinna óbreyttu liðsmanna. Og þegar tilrætt verður um J. H. við roskna Þingeyinga, sem þekktu hann persónulega, þá kemur nær ávallt hið sama fram: — Jakob Hálfdánarson var hinn vitri verzlunarmaður og ötuli og óeigingjarni starfsmaður við Ingólfur Gunnlaugsson. Þróun Framsóknarflokksins og frelsisbarátta íslenzkrar alþýðu i.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.