17. júní - 01.11.1923, Page 2

17. júní - 01.11.1923, Page 2
74 17. JUNÍ ur árum síöar fjekk Valtýr doktors- nafnbót fyrir ritgerö um húsaskipun á íslenskum bæjum í fornöld (Om Privat- boligen paa Island i sagatiden). Uessi bók var brautryðjandi á sínu sviði, í henni voru hraktar margar skoðanir sem áður voru af öllum taldar góðar og gildar, en bók Valtýs stendur ennþá sem grundvallarrit í sinni grein, eins og hún varð þegar er hún kom út. Valtýr hlaut nú, sem maklegt var, mikinn orðstír fyrir ágæta vísinda liæfi- leika, og árið 1890 var svo embætti það við háskólann, sem Gísli Brynjólfs- son hafði liaft (dósentsembætti í sögu Tslands og bókmentum), endurstofnað handa Valtý. Auk vísindanna hefur Valtýr Guð- mundsson jafnan haft áhuga á hagnýt- um málum, og 1894 varð hann Alþing- ismaður Vestmannaeyinga. Á þeim ár- um var stórnarskrárdeilan við Dani í algleymingi. Valtýr leit nokkuð öðru- vísi á það mál en flestir landar hans, honum lágu framfarir í verklegum og menningarlegum efnum miklu meira á hjarta en stjórnarskrárbreytingar. Hann vann þess vegna frá byrjun þingmensku sinnar að því, að fá sem fljótasta lausn á stjórnskipunarmálinu, en eina ráðið til þess var málamiðlun, sem Danastjórn gæti gengið að, en sem hinsvegar full- nægði kröfum íslendinga, að svo miklu leyti sem unt væri. A þinginu 1897 flutti svo Valtýr frumvarp til stjýrnar- skrárbreytingar, sem vissa var fengin fvrir, að Danastjórn mundi ganga að, og mun Nellemann, sem þá hafði látið af ráðherraembætti fyrir tæpu ári, hafa átt mikinn þátt í því. Eftir þessu frum- varpi átti íslandsráðgjafi að tala og rita íslensku, og mæta á Alþingi, en vera búsettur í Khöfn. Detta var hin fyrsta tilslökun, sem Hægri stjórnin hafði gert síðan 1874. íslendingar voru orðnir þreyttir á hinni árangurslausu stjórnar- skrárdeilu, og margir hafa eflaust, eins og dr. Valtýr, fundið þörfina á því að snúa sjer að hagnýtum innanlandsmál- um. Af þessum ástæðum snerist þegar mikill hluti Alþingis til fylgis við frum- varp dr. Valtýs. í*að var samt felt á þinginu 1897 og aftur (með jöfnum at- kvæðum) 1899. A móti voru annars- vegar hinir kröfuhörðustu, með Bene- dikt Sveinsson í broddi fylkingar, og hinsvegar þeir, er engra breytinga kröfðust á stjórnarskránni frá 1874. En þeir urðu alt af fleiri og fleiri, sem ósk- uðu fljótrar lausnar á stjórnarski’ár- málinu. Veturinn 1900 — 1901 var Páll Briem amtmaður i Kaupmannahöfn, og stóð hann, ásamt dr. Valtý, í samning- um við Danastjórn um breytingar, Is- lendingum í vil, á frumvarpinu frá 1897. Upp úr þessum samningum höfð- ust ýmsar umbætur á frumvarpinu, þótt haldið væri fast búsetu ráðherrans í Höfn, og var það svo samþykt á þing- inu 1901. En á meðan þingið stóð yfir, gerðust í Danmörku þau stjórnarskifti, sem urðu upptök þeirrar þingræðis- stjórnar, sem síðan hefur verið. Hægri- menn sleptu völdum, en Vinstrimenn tóku við, og voru þeir mjög frjálslynd- ir í íslandsmálum. Fyrir aukaþinginu 1902 lá, sem kunnugt er, tilboð um al- innlenda stjórn, og var því tekið feg- inshendi af öllu þinginu. Afskifti Valtýs af stjórnarskrármálinu

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.