17. júní - 01.11.1923, Side 10
82
17. JUNI
koma venjulega 150—200 manns. Enn
er kirkjan ekki alveg fullgerð, og á
brátt aö smiða orgel i hana og full-
komnara altari.
Nýlega er stofnaður söngflokkur inn-
an safnaðarins og eru í honum 20—30
manns; þessi flokkur æfir sig einu sinni i
viku og hefir leigt
til þess húsnæði í
kirkjunni. íslensk-
ur djákni, hr. Por-
valdur Hjaltason,
hjálpar prestinum
viðguðsþjónustuna
og les bæn í kór-
dyrum. Altarið er
skreytt blómum og
predikunarstóllinn
í miðjum kór. Ný-
lega gaf dönsk
kona, fiú Klubien,
ísl. kirkjunni mjög
vandaðan útsaum-
aðan altarisdúk, er
hún sjálf hefir
saumað ogheklað.
Guðsþjónustan
er hátiðleg og lif-
andi, ræðan er
flutt blaðalaust,
alvarlega og þjóðlega. Söfnuðurinn
syngur vel með ísl. sálmana og þegar
þekt lag kemur, t. d. »Ó þá náð að
eiga Jesúmc, þá glymur' við i liinum
miklu og háu hvelfingum kirkjunnar.
Oft endar guðsþjónustan með að allir
standa upp og syngja þjóðsálminn: »0,
guð vors lands«.
íslenska kirkjan hjer í Höfn hefir
engan styrk fengið að heiman, svo
tekjur hennar verða að koma annars-
staðar frá, sumpart af tillögum meðlima
safnaðarins, og sumpart af »basar«
sem haldinn er árlega, og kostar það
mikla vinnu og undirbúning. 1 þessu
skyni heldur presturinn líka margar
samkomur á heimili sínu. Pann 13.
mai's var síðasti
basar safnaðarins
haldinn; það var
hátíðisdagur safn-
aðarins, margir
Danir og Islend-
ingar liöfðu gefið
muni til hans;
veitingar fengust í
salnum, þar sem
hlutaveltan var
haldin, og mönn-
um var skemt með
ræðum og söng;
meðal þeirra er
töluðu var hirð-
prófastur,Dr. theol.
Fenger.
Yms önnur
kirkjuleg störf lief-
ir sira Haukur
Gíslason haft með-
al Islendinga hjer,
svo sem hjónavígslur og jarðarfarir,
ennfremur ýms líknarstörf, hjálpa fá-
tækum og vitja sjúkra í heimahúsum
og á sjúkrahúsum; íslendingar, sem
senda sjúklinga í sjúkrahús lijer, og eins
þeir landar sem lijer eru, þurfa ekki
annað en gera prestinum aðvart, og
myndi hann þá með gleði vitja sjúkl-
inganna.
í*að er innileg ósk prestsins, að
Nikulásarkirkjan.