17. júní - 01.11.1923, Side 13
17. JUNI
85
in að fullnægja þessu liarða skilyrði.
IPar með liafði þýska þjóðin kastað því
eina vopni er hún liafði, annars var
ekki kostur, en auðvitað var, að iieimt-
að mundi verða af þeirri stjórn er
vopninu kastaði, að hún sýndi þjóðinni
árangur í aðra hönd. Slíks árangurs
hafði Stresemann ástæðu til að vænta,
því aö þá dagana, sem verið var að
hætta mótþróanum í ítuhr, sendi hin
opinbera frjettastofa Frakka út tilkynn-
ingu, auðvitað í samráði við Poincaró,
þess efnis, að Frakkar teldu málavexti
gerbreytta, ef hinni óvirku mótstöðu
yrði hætt. Hinir íhaldssömu stjórnar-
andstæðingar á Pýskalandi töldu þegar
víst, að 3rfirlýsing þessi væri blekking
ein. Hvernig sem það liefur verið, er
það víst, að Frakkar hafa ekki verið
fúsari til samninga við þýsku stjórnina
eftir 28. sept. en áður, hefur franska
stjórnin talið, að Pjóðverjar fullnægðu
ekki rjettmætum skilyrðum til þess að
samningar gæti hafist, en ekki liafa
enskir stjórnmálamenn verið Frökkum
sammála. Baldwin forsætisráðherra hef-
ur i opinberri ræðu sagt um sum skil-
yrði Frakka, að þau geti varla verið
sett í alvöru. — Frakkar hafa bæði
leynt og ljóst stutt uppreistarmenn þá,
er vilja gera Rínfylkin að sjerstöku
ríki, og í mörgum borgum gert lög-
reglunni ómögulegt að halda uppi friði
og löghlýðni.
I byrjun þessa máuaðar sögðu sósíal-
demókratar skilið við Stresemann.
Pótti þeim hann sveigjast of mjög til
hægri, en meiri brögð hafa þó að joví
verið síðan jafnaðannenn fóru úr ráðu-
neytinu. Er nú ýmsum getum um það
leitt, livað komið hefur Stresemann til
þess að heimta traustsyfirlýsingu ein-
mitt nú. Vitanlega hefur hann altaf
verið að tapa fyl'gi, síðan vonlaust varð
um árangur af uppgjöfinni í Ruhr, en
hann liefði samt getað setið, með til-
styrk jafnaðarmanna, hafði verið þann-
ig í garðinn búið, að vantraustsyfirlýs-
ing hefði áreiðanlega fallið. Ymsir
hyggja, að lausnarbeiðni Stresmanns
sje til þess ger, að greiða veginn fyrir
nýju íhaldssömu bandalagi er allir
borgaralegir fiokkar taki þátt í; ef til
vill ætlar hann sjálfum sjer forustu
slíks bandalags og kanslarastöðu af
nýju. Ihaldsflokkum hefur vaxið
fjdgi siðustu mánuðina. — Ennþá hefur
Ebert ekki tekist að fá nýjan kanslara,
ráðuneyti Stresemanns »starfar« enn.
Ymsar fregnir frá Pýskalandi segja, að
framkoma Eberts þessa dagana sje mjög
að vild flokksbræðra lians, jafnaðar-
manna; að sumra sögn hafa verið svo
mikil brögð að þessu að ósvífið má
lieita, ef rjett er. Margvíslegar eru
ráðagerðirnar um inyndun nýs ráðu-
neytis. Víst er það, að djúpið milli
borgaralegra flokka og jafnaðarmanna
verður meira eftir dagana, sem nú eru
að líða, en það var áður.
Auðvitað er nú sem stendur ómögu-
legt að segja um það, liver áhrif stjórn-
arskiftin þýsku hafa á viðskifti Frakka
og Pjóðverja. Um þau mál er alt í
óvissu.
— Hinn (). desember fara fram kosn-
ingar til enska þingsins. Kosningabar-
áttan er nú i algleymingi, enda er mál-
ið sem deilt er um, svo mikið, að úr-
slit þess liafa áhrif út um allan hinn