17. júní - 01.09.1924, Blaðsíða 2
34
17. JUNÍ
son yfirdómari og kona hans Kirstín,
f. Knudsen. Sveinbjörn gekk í Latínu-
skólann og útskifaðist þaðan 1866 og
lauk guðfræðisnámi 1868.
Ekki var Sveinbjörn nema 5 ára gam-
all, er hann hafði lært að spila á Gui-
tar, og nú byrjaði hann að læra að
spila á „Piano" lijá frú Ástríði Melsteð.
Bendir þetta á það, hve hugurinn hefur
hneigst snemma að hljómlistinni, og
að hann hefur ekki vantað hæfileika í
þessa átt. En svo komu þroskaárin;
námið við skólann tók nú upp allan
tíma þessa unga manns, að eins kvöld
og kvöld greip hann í hljóðfærið og
naut nú ekki annarar kenslu í þessari
grein, en hann gat aflað sjer sjálfur,
og svo vitanlega kenslu söngkennara
Latínuskólans, Pjeturs Gudjohnsens.
Hjálparmeðul í lújómlist voru á þessum
tíma hvorki mikil nje margbrotin á ís-
landi, nokkur smá nótnahefti, helst
danskra höfunda, svo að sá brunnur
var fljólega tæmdur. Og svo námið í
skólanum, það varð að ganga fyrir
öllu, enda hafa líkurnarekki verið mikl-
ar fyrir því þá, að hægt yrði að draga
fram lífið á hjómlistinni einni, — að
minsta kosti ekki á íslandi.
Það leiðir af sjálfu sjer, að eins mu-
sikelskan ungling og Sveinbjörn var,
muni hafa tekið það sárt, að þurfa að
leggja þetta nám á hylluna, og að
liggja í þess stað í þurrum námsbók-
um, lokaður inni á hörðum skólabekkj-
um sex bestu tíma dagsins. Síðan,
þegar heim kom, að taka aftur til við
bækurnar, lesa undir námið næsta dag.
Hefur þurft mikla sjálfsafneitun til þess
að standast freistingar allar, „slaghörp-
una“ og orgelið á gólfinu, og Guitar-
inn á veggnum.
Eftir að hafa lokið guðfræðisnámi,
fór Sveinbjörn utan. Má geta því nærri,
að það muni hafa verið honum gleði-
efni. Ferðinni var heitið til Kaupmanna-
hafnar, og eftir 32 daga harða útivist,
með nokkra daga dvöl í Granton, hafn-
aði hann í Kaupmannahöfn snemma
í maímánuði 1869. Það var ætlun hans
að komast á Konservatoriet, en honum
var heldur ráðið til þess, að taka tíma-
kenslu hjá V. C. Ravn. Segir Svein-
björn í endurminningum sínum, sem
á er minst annarsstaðar hjer í blaðinu,
að hann hafi enga ástæðu til þess, að
iðrast eftir þá ákvörðun, Ravn hafi verið
góður kennari og sjer ráðhollur. Nú
kyntist Sveinbjörn ýmsum þektum
mönnum í heimi hljómlistarinnar, svo
sem próf. G a d e o. fl. Honum tókst
nú líka að komast í Musikforeningen’s
söngkór, og hafði þelta mikla þýðingu
fyrir þroska Sveinbjarnar.
í Kaupmannahöfn dvaldi Sveinbjörn
U/2 ár. Þaðan fór hann til Edinborg-
ar, giftist þar og bjó þar 40—50 ár.
Hjer þroskaðist hann, hjer starfaði
hann, var eftirsóttur og velliðinn hljóm-
listarkennari, og hjer hafa flest lög hans
orðið til. Árið 1872 fór hann til Leip-
zig og stundaði nám hjá þektum kenn-
ara þar, próf. Carl Reinecke; eftir
8 mánaða dvöl í Leipzig fór Svein-
björn aftur til Edinborgar.
— Hjer verður hvorki sögð ítarlega
æfisaga Sveinbjarnar nje talin öll verk
hans, enda er mikið af þeim að eins
í handriti ennþá. Hann hefur samið
fjöldann allan af lögum, stórum og