17. júní - 01.09.1924, Qupperneq 11
17. JUNI
43
að ætt og danskir þegnar. Við kosn-
ingar í Danmörku til þjóðþingsins
greiddu 7500 kjósendur þýsk atkvæði,
sem svo er nefnt, þ. e. kusu þýskan
mann til þjóðþingsins. Við líkar kosn-
ningar í Suður-Slesvík, greiddu 4800
kjósendur dönsk atkvæði. Eflaust
eiga fleiri danskir kjósendur heima
í Suður-Slesvik, því að tæplega
munu allir Danir, sem eru þýskir
þegnar, vera svo staddir að þeir þori
að gefa dönskum manni atkvæði sitt,
enda hefir reynslan sýnt, að þeir eru
oft ofsóttir, sem lesa danskar bækur
og unna hinu danska þjóðerni sínu.
En hvað sem segja má um kjósenda-
tölur þessar þá sýna þær þó nokkuð,
hve margir Danir eiga heima í þýska
ríkinu fyrir sunnan landamæri Danmerk-
ur og hve margir bjóðverjar búa fyrir
norðan þau syðst í Danmörku. En
ljóst dæmi upp á það hve drengilega
Danir og Þjóðverjar taka tillit til þjóð-
ernis minnihlutans, er það, að fyrir
norðan landamærin eru 26 opinberir
þýskir skólar og 5 þýskir skólar, sem
einstakir menn eiga og fá styrk úr
ríkissjóði Dana. í 4 kaupstöðum í
Norður-Slesvík eru auk þess æðri
skólar með þýskum deildum handa
þýskuin nemendunr, er halda vilja
áfram námi þá er barnaskólinn þrýtur
og ganga á gangfræðaskóla eða verða
stúdentar. Auk þess eru 20 þýskir
farandkennarar, er geta kent þýsku svo
mikið sem þeim sýnist.
En handa þeim 4800 dönsku kjós-
endum f Suður-Slesvík og fjölskyldum
þeirra halda Þjóðverjar aðeins 1 — einn
— barnaskóla. Skóli þessi erí Flensborg,
þar greiddu 28 °/0 af íbúum borgarinn-
ar dönsk atkvæði, en þar eru 18
þýskir skólar fyrir þýska bæjarmenn,
en einungis einn þýskur barnaskóli,
þar sem kenslan fer fram á dönsku,
og í honum geta aðeins verið um
240 börn.
Til þess að ráða bót á þessu hefir
verið reistur skóli í Flensborg með
styrk úr rikissjóði Dana, og heitir hann
D u b o rgarskó 1 i, líka hefir danskt
félag, Landamærafélagið, komið þar skóla
á stofn, og er sá skóli kallaður T i v o 1 i-
skólinn. Duborgarskólinn er rekinn
fyrir fje úr ríkissjóði Dana, en Tivoli-
skólann kostar Landamærafélagið. Ekki
leyfa þó þýsk skólayfirvöld dönskum
börnum frjálsan aðgang að skólum
þessum, heldur halda þau inntöku próf
og banna mörgum börnum inntöku í
skólana eða foreldrum þeirra að láta
þau ganga í þá. Þjóðverjar í Suður-
Slesvík hafa fyrir nokkru hótað því að
eyðileggja í vor Tivoliskólann, og nú
eru þeir farnir til þess. Nú uin mánaða-
mótin mars og apríl í vor komu til-
kynningar um að 154 börn vildu komast
í danskan skóla; var þá haldið próf
yfir þeim og fengu aðeins 96 að fara
í skólann, en hin voru feld frá skóla-
upptöku að því er oss skilst fyrir það
að þau kynnu ekki nógu vel dönsku
til þess að ganga í danskan skóla!
Skólaráð Lorentz í Flensborg var
þó eigi ánægður með þetta, heldur
lét hann halda nýtt próf yfir dönsku
börnunum laugardaginn 5. apríl og
gátu þá aðeins 23 staðist prófið. Að
þetta er ofsókn af ásettu ráði gegn
dönsku skólunum og danskri tungu