17. júní - 01.09.1924, Qupperneq 13

17. júní - 01.09.1924, Qupperneq 13
17. JÚNÍ 45 um, hvað við tekur fyrir neðan þau. Hægt og gætilega göngum við niður stigann álútir, en ógððslegar hugsanir um knífstungumenn og illvirki gægjast upp í hugum okkar. Reykjandi kerti, sem standa þarna með æði ójöfnum millibilum, gera skugga vora stóra og kynlega. Hún er eins og martröð þessi niðurstigning í veitingakrá undir París. Loksins erum við kommir niður. Við komum inn í litla, lága stofu með nrúrað loft úr gráu stórgrýti. Meðfram veggjunum eru borð og bekkir úr óhefluðu trje; tólgarljósin reykja og blakta, en tókaksreykurinn bærist eins og dimt ský undir loftinu. Við fáum cider að drekka úr skálum, sem að vísu eru skörðóttar, en fallegar á borði. Hjer eru stúlkur, hnífstungumenn, flibbalausir handverksmenn og lista- menn með „Herriat", besta teiknara Le Journals í broddi fylkingar. Stúlkurnar hafa dökka hringi í kring um augun, eru í stuttum kjólum, drengjahár, drekka allar cider. Veggirnir eru þaktir teikningum, sem listamennirnir hafa gert þegar andinn var fjörugur. Hugsunarlaust liafa þelr krotað stúlkuhöfuð, viðburð o. s. frv. á vegginn með svartri kiít. Á þessum veggjum er alsherjarsafn afþeim andlitum — fallegum ogófríðum, meira að segja ljótum andlitum, sem liafa vakið athygli listamannanna. Um skemtunina sjer maður, sem spilar yndislega á hið furðulegasta hljóðfæri. Það er ekki annað en þaninn stálstrengur, en á þetta spilar maðurinn hin erfiðustu „klassisku" lög. Við heyrðum hann spila Schubert og Schumann með svo miklum innileik, leikni og næmleik, að dauðaþögn varð í litlu stofunni, og allir liðu inn í draumanna heim. Tíminn og hin líð- andi stund varð hljómlist og tónar, ógleymanleg augnabliks dýrð; hin skínandi augu stúlknanna urðu dauf og sljó og þær dreymdi þann hreinleik og fegurð, sem lífið hefur neitað þeim um. Þær urðu eitt angnablik að mann- verum, sem grípa eitthvað af hinu ólýsanlega og skynja eilífðina. Hinir ruddalegu og morðgjörnu menn, sem beita lrníf og taka upp skaminbyssu út af litlu tilefni, urðu þöglir og fjálgir; hin hörku mótuðu andlit þeirra fengu einhvern mildibiæ ýfir sig. Tónarnir ómuðu svo fínir og mjúkir. í loftinu mátti kenna vængjaþyt skáld- andans. Hann er ekki sá eini, sem kemur hjer fram, það getur hver sem er af gestunum. Kvöld eitt stóð upp norska ljóðskáldið Hermann Wildenway og las eitt af sínum heillandi kvæðum á frönsku. Hann flytur kvæði vel og nú tókst lionum svo vel, að allir hníf- stungumennirnir vildu drekka með honum. Blátt áfram og ómentaður alþýðu- maður stendur upp og flytur með mælsku- list kvæði eftir Baudelaire, einn syngur, annar segir sögu, bráðum syngja allir saman, og þá er loítið í litla kjallaranum komið að sprengingu. Eitt kvöld í þessum kjallara fræðir betur um hreinan Parísarbrag en margar lieimsóknir á frægum og fjöl- sóttum gististöðum á Montmatre, þar

x

17. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.