17. júní - 01.10.1924, Blaðsíða 1

17. júní - 01.10.1924, Blaðsíða 1
Bogi Th. Melsteð, cand. mag. EIM sem tíminn þýðir glaumur, þeim sem lifið sjálft er draumur, eilíft líf er lýgi tóm, segir gamli Grundtvig ein- hversstaðar i ljóðum sínum. Gagnstæður þessara setninga hljóta að vera: Þeim sem tíminn þýðir starf, þeim sem lífið sjálft er alvara, er hið eilífa líf veru- leiki. Með þessum fáu orðum má belur einkenna líf, starf- semi og hugsunar- hátt Boga Th. Mel- steðs en í langri grein, því að hann hefurflestumfremur, með alvöru og ein- beittum vilja, lifað líf sitt í þeim til- gangi, að koma mörgu góðu til leið- ar og í framkvæmd. Hann hefur með liferni sínu og starf- semi sýnt, hversu langt verður komist, þótt eðlisgáfur sjeu ekki framúrskar- andi eða ekki meiri en í meðallagi. Eg vil taka dýpra i árinni og segja, að Bogi Melsteð hefur nieð dæmafárri viljafestu, vönduðu lunderni og ein- beittu starfsþoli áorkað meiru en flestirsamtíðarmenn hans og á ekki lít- inn þátt í menningu og andlegum og verklegum framför- um ættjarðar sinnar á síðustu áratugum. í baráttunni fyrir að framkvæma hug- sjónir sínar, hefur hann hafið sjálfan sig á langtum hærra siðgæðisstig en al- ment gerist, þvi hann hefir með ósjerplægni beitt kröftuin sínum í al- mennings þarfir, altaf borið sæmd og hagsemd íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti og þannig á vissan hátt van- rækt eigin hagsmuni, en þessi hvöt hefur einmitt skapað viljaþrek hans og þá sterku lífsskoðun, að lífið er náð- Bogi Th. Melsteð.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.