17. júní - 01.10.1924, Side 3
17. JUNI
51
frjálslyndir, gáfaöir og göfuglyndir
stjórnmálamenn að völdum í Dan-
mörku, svo sem þeir ráðuneytisforseti
C. Th. Zahle og J. C. Christensen,
sem veittu orðum Boga Melsteðs
áheyrn og breyttu eftir ráðum hans i
mörgu. Höf. þessarar greinar liefur
leitað upplýsinga um þessa starfsemi
hans og fengið svör, meðal annars
fiá hr. C. Th. Zahle, sem jeg hjer skal
skrá úr lítinn kafla orðrjett á dönsku:
„Vor förste Samtale efterfulgtes af
flere, og eflerhaanden udvikledes et
Samarbejde i gensidig aaben Tillid,
gennem hvilket Hr. Bogi Th. Melsteðs
indgaaende Kendskab til islandske For-
hold og Personer og hans rolige Be-
dommelse af disse kom mig til megen
Nytte. Jeg skylder Hr. Bogi Th. Mel-
steð varm Tak for et fleraarigt Sam-
arbejde i en Sag, som var af Betyd-
ning for det stolte Folk han tilhorer,
og for hans skonne Fædreland."
Sömuleiðis hefir fyrv. ráðaneytis-
forseti J. C. Christensen farið þessum
orðum um Boga Th. Melsteð í brjefi
til höf. þessarar greinar:
„Blandt de mange brave islandske
Mænd, som jeg i Aarenes Lob er kom-
met i Forbindelse med og med Ud-
bytte har talt med om Island og Dan-
mark, indtager Magister Bogi Th. Mel-
steð en fremragende Plads. Hans store
og uegennyttige Kærlighed til sit
Fædreland, hans retsindige og ædle
Karakter og hans sjældne historiske
Viden har altid gjort vore Samtaler
meget frugtbringende".
Þessi vinsamlegu orð C. Zahle og
J. C. Christensen sýna glögglega hversu
mikla þýðingu hin pólitíska starfsemi
Boga Melsteðs hefir haft þegar íslandi
reið mest á.
Auk stjórnmála hefir Bogi Th. Mel-
steð unnið að ýmsum framförum á
íslandi. Flestum er sjálfsagt kunnugt
um, að hann var sá fyrsti sem barðist
fyrir stofnun mjólkurbúa, og sendi
skilvindur tii íslands og sömuleiðis
skrifaði hann mikið um betri meðferð
á íslensku saltkjöti, svo að það yrði
arðsöm verslunarvara og nefnir Þorv.
Thoroddsen í Lýsing íslands IV. bindi,
bls. 391 og 402—3, Boga Melsteð
sem helsta og fyrsta frömuð þessara
nytsemdarmála, sem liafa aukið tekjur
landsins svo miljónum króna skiftir á
ári. Á mörgum öðrum framfaramálum
hefir Bogi Melsteð fyrstur manna vakið
athygli, svo sem brúa- og vegagerð,
hafnarbygging, samvinnufjelögum, járn-
brautarlagning, en einkum hefir hann
altaf borið fyrir brjósti öll verslunar-
og framtíðarmál íslands og liefur reynt
að beina þeim í sem best horf.
Aðallífsverk Boga Melsteðs er þó
söguritun. Hann hefur skrifað meira
og betur um sögu íslands en flestir
íslendingar, er hafa gefið sig að því,
þótt hans sje ekki minst meðal íslenskra
sagnaritara í seinustu útgáftunni af
Salmonsens Lexikon, en þetta hlýtur
að stafa af ótrúlegri vangá hins ágæta
rithöfunds, senr þessa grein hefur
samið í Salmonsens Lexikon.
Af bókum Boga Melsteðs má fyrst
og fremst nefna: Ferðir og siglingar
íslendinga i fornöld, einhver stærsta og
merkasta ritgerðin í Safni til sögu ís-
lands. Stult Kenslubók, sem komið