17. júní - 01.10.1924, Page 5

17. júní - 01.10.1924, Page 5
17. JUNI 53 kröíuhár gagnvart sjálfum sjer og þessvegna líka gagnvart öðrum og oft harðorður í ræðu og riti og hefur því oft mætt mikilli mótspyrnu, þvf að flestir menn þola ekki að heyra sann- leikann um sjálfa sig. — Bogi Melsteð er nú 64 ára að aldri og hefur nú unnið fyrir hagsmuni þjóðar sinnar urn hálfa öld, en hefur þó ekki enn fengið neina viðurkenn- ingu eða þakklætisvott fyrir störf sín. Margir útlendingar hafa undrast það, að hann liefur ekki verið nefndur pró- fessor að nafnbót af háskóla íslands eða ekki sýnd önnur virðingarmerki, gerður að Fálkariddara eða þvf um líkt. Hann ætti það skilið fremur en flestir þeir Íslendingar, sem þessa sæmd hafa hlotið. Vald. Erlendsson. Til stjórnar Fiskifjelags íslands. HJER í blaðinu liefur livað eftir annað verið vikið að því, hver þörf væri á að r a n n s a k a, hvað hægt væri að gera til þess, að girða fyrir tíða mannskaða á sjó við strendur ís- lands. En þessari kröfu vorri hefir enginn gaumur verið gefinn, fremur en að þetta væri heimskuhjal, öllum óviðkom- andi og alveg ástæðulaust að tala um. Hamingjan gæfi, að svo væri. Svo að segja daglega berast að eyrum voruin þær þungu sorgarfregnir, að mótorbátur liafi farist með 14—16 manns á; að botnvörpungur hafi strand- að, 2 menn komist af; að skip hafi rekið upp í ofveðri, 4—6 menn drukn- að; að bátur hafi farist í lendingu o. s. frv. Blöðin minnast þessara slysa, nefna nöfn manna þeirra er druknuðu, geta um erfiðar heimilisástæður ekna og barna hinna druknuðu, — en minnast aldrei á það einu orði, að eitthvað beri að gera til þess, að girða fyrir svo tíða mannskaða á sjó við strendur íslands. Að nefna stjórn landsins í sambandi við þetta mál, er alveg árangurslaust. Eyru hennar eru harðlokuð fyrir öllum kröfum í þessu máli, af hvaða ástæð- um sem það kann að vera. Vjer viljum að þessu sinni snúa oss til stjórnar Fiskifjelags íslands um þetta mál, og skorum á hana að koma fram með álit sitt um það, hvað gera beri. Álítur stjórn Fiskifjelags íslands ekki rjett, að sett væri nefnd manna til þess að rannsaka, hvað gera mætti til þess, að girða fyrir tíða mannskaða á sjó við strendur íslands? Alítur stjórn Fiskifjelagsins ekki sennilegt, að draga mætti nokkuð úr mannskaða á sjó, með því að koma upp björgunarstöðvum við strendur íslands, á þeim stöðum, þar sem mest hætta er talin á að skip geti strandað? Álítur hún að þetta mundi kleyft vegna kostnaðar eða af öðrum ástæðum? Telur stjórn Fiski- fjelagsins ekki rjett, að til væru björg- unartæki í öllum helstu veðistöðvum landsins? Vjer bíðum svo með nánara um þetta mál, þar til stjórn Fiskifjelagsins hefur látið lieyra til sín.

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.