17. júní - 01.10.1924, Page 10
58
17. JUNI
bænda íyrir starfseminni, svo aö þeir
liafa leyst vinnuna af hendi sjálfir, en
fjelagið hefur stjórnað, gefið holl ráð
og leiðbeint. Starfið er int af hendi
„aí þjóðinni fyrir þjóðina".
Fjelagið telur rúma 11000 meðlimi,
sem greiða 5 kr. ársgjald hver, auk
þess hefir það hækkandi styrk úr
ríkissjóði. Það hefir í þjónustu sinni
stóran hóp af launuðum skógfræð-
ingum, vekfræðingum og búfræðiskandí-
dötum, sem allir eiga að veita bænd-
unum lið og semja fyrir þá starfs- og
kostnaðar-áætlánir fyrir trjáplöntun,
merglun, nýrækt á mýrum og engjum,
áveitur og afræslur og lokræsun.
Á þessum síðast nefndu sviðum
liggur mikil vinna óunnin á íslandi.
Hjer eru þúsundir h. a. jörð, sem hægt
væri að gera fríska og frjórsama, og
ef það yrði gert, gæti nautgripahaldið,
sem nú er ekki meira en h. u. b.
25,000 höfuð og minna en á fyrri
öldum, aukist að stórum mun og
þannig aukið velmegun landsins.
Þegar Friðrik konungur bauð alþing-
ismönnum íslands heim og þeir vóru
hjer í heimsókn árið 1906, var mjer
það sönn ánægja að ferðast með þeim
á Jótlandi, þar sem þeir fengu tækifæri
til að sjá nokkra ávexti af starfsenii
Heiðafélagsins, t. d. á Hesselvig Eng-
gaard, þar sem stórum heiðarflákum
hefir verið breytt í frjóvsamar engjar,
með áveitum, og á Pontoppidans
mýrartilraunastöð, þar sem mýramar
nú afkasta ríkulegri uppskeru bæði
korni, lieyi og rófum. Margir af
alþingismönnunum ljetu i ljósi gleði
sína yfir því, sem þeir sáu, og einatl
flugu hugsanirnar til ísland, þar sem
verksviðið er svo stórt.
Það væri mjer hið mesta gleðietni,
ef hægt væri að rækta upp hin stóru <
engjaflæmi á íslandi — ef þau yrðu
afræst og veitt á þau vatni eftir þörfum,
svo hálfgrösin hyrfu fyrir góðu og
kraftmiklu ræktuðu grasi. Þvílíka bún-
aðar-sýningu þá væri hægt að halda
við Þjórsárbrú eða við Ölfusá, og
hversu íslenskir bændur þá gætu glatt
sig við hugsunina um að þeir hefðu
byggt land sitt af nýju!
Óskandi væri að ísland fengi fje-
lagsskap líkann Hinu danska heiða-
félagi, — félagsskap, sem gæti gefið
bændum leiðbeining og ráð og uppörvað
þá til þess að byrja, því starfið verða
bændurnir að leysa af hendi sjálfir.
Þannig eða þessu líkt ætti eg að
liafa talað við Þjórsárbrú. Eg vanrækti
það — og nú kemur það að líkindum
póstfestum, en svo mikið veit eg,
að ísland á nóg landrími handa fleiri
bændum á sínu viðáttumikla graslendi,
langtum meira rúm en til er í Reykja-
vík eða öðrum bæjum landsins.
ísland er ekki eins fátækt og
margir halda.
J. C. Christensen.
Gerist áskrifandi að
17. j ú n í
Best allra blaða að frágangi.