17. júní - 01.10.1924, Page 12
60
17. JUNI
I lok átjándu aldar hafði ríkið Dan-
mörk-Noregur ennþá ekki all-litla þýð-
ingu í Norðurálfunni. Það var talið
vel hervætt til lands og sjávar, einkum
var floti þess álitinn einn af hinum
bestu.
Ríkin höfðu þá líka ágæt verslunar-
skifti við önnur lönd og auðguðust
stórum. Og þótt stjórnin væri einvöld
konungsstjórn, átti hún framúrskarandi
víðsýna ráðgjafa, sem stjórnuðu með
dugnaði og fyrirhyggju bæði útávið
og ekki síður innanlands. Þetta sýndu
þeir einkum í því að ljetta ánauð
bændastjettarinnar og byrja á öflugum
ráðstöfunum til að bæta kjör hennar,
bæði andlcga og efnalega. Af þessu
leiddi, að Danmörk varð lítið vör við
stjórnarbyltinguna miklu á Frakklandi,
sem á næstu árum hrysti önnur þjóð-
fjelög að meira eða minna leiti.
En þessar frjálsu framfarir áttu sjer
ekki langan aldur. Undir stjórn Friðriks
konungs sjötta, sem liófst með svo
miklum skörungsskap, lentu ríkin inn
í hring-iðu Napoleons-styrjaldanna.
Eítir allri afstöðu Danmerkur-Noregs
hefði bandalag við Englendinga eflaust
verið bæði eðlilegast og liagfeldast,
en það tókst ekki, að mestu fyrir
klaufaskap og styrfni ensku stjórnar-
innar. Englendingar fóru þannig með
málin, að Friðrik konungur var neyddur
til að gerast bandamaður Napoleons
og Frakka. — Einþykkur og stífur, en
orðheldinn og einfaldur eins og Friðrik
konungar var í lund, var það engin
furða að hann hataði frændur sína í
Englandi og hjeldi fast við Napoleon,
jafnvel þó það hefði í för með sjer,
að Danmörk kom út úr stríðinu skilin
frá Noregi, einmana og fátæk, rænd
og rupluð öllum sínum fyrri gæðum.
Tvisvar heimsóttu Englendingar
Kaupmannahöfn (1801 og 1807), brendu
í seinna skiftið borgina víðsvegar og
rændu herflota Dana og Norðmanna.
Eftir þetta ólán voru bæði ríkin eigin-
lega varnarlítil, og við friðarsamningana
efter fall Napoleons voru þau, eins og
kunnugt er, skilin hvert frá öðru; og
nærri lá að menn þá gerðu enda á
Danmörku sem þjóðernis-ríki: Það var
talað um að Sjáland og nokkrar aðrar
af dönsku eyjunum væru lagðar undir
Svíaveldi, en að Friðrik konungur
fengi nokkurn hluta Norður-þýskalands
í staðinn. Ásamt Jótlandi átti það svo
að vera ríki hans — Hamborg átti að
vera höfuðborg þessa nýja samsteypu-
ríkis. í byrjun 19. aldar var þjóðernið
og þjóðarviljinn ekki í meiri metum
hjá stjórnmálamönnum Evrópu, en að
hrossakaup á þjóðum líkt þessu, voru
alls ekki óhugsanleg.
Ur þess uráðabruggi varð þó ekkert.
En skilnaðurinn við Noreg var þó
ærið sár fyrir marga. Ríkin og þjóð-
irnar höfðu nú lifað svo lengi hver
með annari, að í mörgum greinum,
einkum í hinu æðra menningar og
mentalífi þjóðanna, var eríitt að benda
á það danska eða það norska sjerstak-
lega. Menning og mentir voru dansk-
norskar — nægilegur vottur þess eru
norsku skáldin i Danmörku, einkum sá
er frægastur hefir orðið frá því tímabili,
er ríkin voru sameinuð, Ludvig Hol-
berg — og hið sama má segja um
menta- og embættismannastjettirnar í