Morgunn


Morgunn - 01.12.1974, Side 83

Morgunn - 01.12.1974, Side 83
SONUU SÓLAR 161 Þegai' prestar Amons náðu völdum á ný eyðilögðu þeir allar skýrslur um „villutrúarkonunginn11, og þess vegna er mjög erf- itt að gera sér fulla grein fyrir kerfi Atonismans. öldum saman heyrðist nafn Atons ekki nefnt. Musterið með geislunum og höndunum féll í rúst og huldist að lokum sandi eyðimerkur- innar. En hitt þykjast fróðir menn þó vita, að Ekn-Aton hafi verið mótfallinn viðhafnartrúarsiðum og hinu margþætta prestaskipulagi. Hann tignaði Aton þegar liann reis, hina sýni- legu sól, sem varpaði af sér skikkju myrkursins, tákn efnda hins eilífa fyrirheits. Hann tilbað Aton við sólarlag, tákn Ijóssins sem hvarf niður í dimmu jarðariimar. Til þess að koma til móts við anda egypzkra trúarsiða, fórnaði konungur stundmn með einföldum hætti blómum og ávöxtum. En hann var alltaf að sýna hinum sínálaiga anda lotningu sína, en fjarvera hans var óhugsandi. Annars var óþarfi að heita á hann, sem ávallt var nálægur, því án eyrna heyrði Aton allt, án augna sá Hann allt, og án vara hljómaði mál Hans. Orð Hans voru fegurð, samræmi og líf. Andi Atons liafði í för með sér mestu list Egypta. 1 fyrsta sinn lifnaði höggmyndalist og málaralist. Menn hjuggu ekki lengur eingöngu sfinxa með óskýranlegt augnaráð eða hátign- arlegar og alvarlegar persónur i engu samræmi við lifið eða umhverfið. Ekn-Aton hafði fundið hrynjandi og sti'eymi nátt- úrunnar. Hann sá Aton á hreyfingu í vindunum beygja korn- öxin á ökrunum. Hann sá pálmatrén sveigjast fyrir anda Atons. Hann sá í hreyfingu allra hluta eitt sameiginlegt líf á sífelldri hreyfingu. Þannig varð listin í fyrsta sinni tengd náttúrunni. Eðlilega hafði skilningur Ekn-Atons ekki einungis áhrif á tækni listarinnar heldur einnig efni það, sem tekið var til með- ferðar. Aton vakti nýja virðingu fyrir fábrotnum lilutum. Hann fann Guð í heimilinu og fjölskvldunni og í mönnum við strit og störf. Honum fannst ekki viðeigandi að láta gera mikil- fenglegar höggmyndir af konungum himnanna með veldis- sprota hinna þriggja heima í hendi. Það má greina, að sögn, djúpan trúaranda í listaverkum timabils hans. Alls staðar er 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.