Morgunn


Morgunn - 01.12.1988, Side 69

Morgunn - 01.12.1988, Side 69
MORGUNN BRÉF AÐ HANDAN Staddur í Vernon, 8. des. 1901. Elsku vinur Torfi Bjarnason. Pað er ekki neitt undarlegt þó ég komi nú til þín bréflega, svona útbúinn með penna og pappír, því ég er nú kominn til ráðs eftir harða útivist. Þú veist að ég hef oft komið til þín í draumi en það er ekki hægt fyrir mig að gjöra mig skiljan- legan við þig á þann hátt, svo ég komst á snoðir um betri veg til þess að láta þig skilja mig. Það er nú svoleiðis að vinur minn þessi, sem nú ritar er með sinni hendi en stjórnað af mér, — er sem þeir kalla á ensku „medium“, hann er nú orðinn svo sameiginlegur okkar andlega líkama að við getum skrafað saman eins og ekki væri neitt á milli okkar, en þetta er mikil náðargáfa sem þú færð nú tækifæri á að kynnast, þér til gagns og gæfu. Þú mátt trúa því að þetta er ekki neitt apaspil. Þér er forvitni á að vita hvernig mér hefur liðið síðan ég skildi við hinn jarðneska líkama og er það ekki neitt skemmtilegt sem ég hef að segja um það. Þegar ég var skilinn við fannst mér allt vera svo undarlegt í kring um mig að ég hugsaði fyrst að ég væri kominn á vitlausra hospital, því það var svoddan gauragangur allt í kring um mig og óskapa skrípamyndir sem ég vissi ekki neitt hvað átti að þýða. Ég vissi ekki og trúði ekki, lengi vel, að ég væri nú virkilega laus við gamla Indriða en ég varð að sannfærast. Smám saman fóru að koma til mín ýmsir vinir mínir sem komnir voru á undan mér og þeir fóru að reyna að koma mér í skilning um það að ég væri nú virkilega kominn til himna- ríkis; já það var nú skárra himnaríkið, kolsvarta myrkur, ekki nokkur ljóstýra og enginn vegur sýndist til að bæta úr því. Við urðum að sætta okkur við þetta því enginn virtist þekkja nokkur ráð með að fá ljós. Þetta var undarlegt ástand, allt sem ég gat fundið af því sem mér er elskanlegt og til huggunar var það. Ég fann strax einhvern vonargeisla sem ég ekki hafði áður, nefnilega að þetta ástand væri endanlegt og með ráðum og dáðum góðra engla myndi ég komast úr 67

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.