Morgunn


Morgunn - 01.12.1988, Side 77

Morgunn - 01.12.1988, Side 77
MORGUNN MIÐILLINN JACK WEBBER leiðbeinendurnir um að ljósin yrðu kveikt og þarna sást jakkinn, enn saumaður saman á nákvæmlega sama hátt og áður. Þá voru ljósin slökkt aftur og jakkinn fór á sinn stað, saumarnir ósnertir. Fjöldi fólks varð vitni að þessu afreki og myndir voru teknar af því sem sýna hvernig það gekk fyrir sig, stig af stigi. Þær sýna að jakkinn var afefnaður, færður upp í gegnum böndin, síðan efnisbirtur aftur án þess að nokkurn tíma væri hreyft við böndunum. Forseti rannsóknafélagsins í Cam- bridge lýsti því hvernig hann hefði fundið fyrir á úlnliði sínum, ,,efni sem líktist kóngulóarvef og sem virtist þéttast þar til það tók að líkjast samsetningu klæðis .... Eftir nokkrar sekúndur rann það svo léttilega niður á gólfið. Ljósin voru kveikt án tafar og þarna sat miðillinn jakka- laus.“ Ekki einu sinni hinn frægi Houdini gæti hafa fram- kvæmt slíkt og þvílíkt atriði. Við annað tækifæri lyftu leiðbeinendurnir miðlinum upp úr böndunum og þegar ljósin voru kveikt þá stóð hann fyrir utan hringinn. Svo, jafn hratt og hljóðlega, var honum komið aftur í stólinn sinn. Þegar Jack Webber lést árið 1940 þá var hann aðeins 33ja ára gamall, en á þessu stutta æviskeiði sínu hér á jörðinni þá þjónaði hann spíritismanum til ómetanlegs gagns. Áhrifin sem hann hafði á þá er sáu hann veitti þeim óræka sönnun fyrir tilvist krafta sem vísindin þekkja ekki og hinar einstöku sannanir sem felast í myndunum, eru enn geymdar til vitnis um kraft andaheimsins. Two Worlds, Þýð. Guðjón Baldvinsson. 75

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.