Morgunn


Morgunn - 01.12.1988, Page 84

Morgunn - 01.12.1988, Page 84
HEF ALLTAF VERIÐ „NÆM“ Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Helgu Pétursdóttur um dulrœna reynslu hennar. Hann sem lýðum ofar er og yndis veitir gnóttir haldi þétt í hönd á þér Helga Pétursdóttir. Svo kvað ungur maður fyrir fimmtíu árum til tæplega tvítugrar vinkonu sinnar, Helgu Pétursdóttur frá Skamm- beinsstöðum í Holtum, Rangárvallasýslu. í samtali sem ég átti við Helgu Pétursdóttur fyrir nokkrum dögum á heimili hennar í Reykjavík sagði hún að bragði að sannarlega hafi þessi velfarnaðarósk hins unga manns ekki verið borin fram til einskis, henni hafi alltaf fundist sem almættið héldi þétt í höndhennar,og stundum hafi satt að segja ekki afveitt. Hún sagði mér einnig að almættið hafi ekki látið sitja við styrka handleiðslu, heldur jafnframt gefið henni kost á að sjá ýmis- legt og finna sem öðru fólki er að jafnaði hulið. „Þó ekki meira en mér er hollt“ sagði hún ennfremur. Við ræddum lengi dags um dulræn efni, sýnir, drauma, forspár og fleira þess háttar. Hér koma á eftir nokkrar af frásögnum Helgu. Bœnheyrsla. Ég hef verið það sem kallað er „næm“ frá því ég var barn. Ég ólst upp í fjölmennum systkinahópi og átti glaða og góða 82

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.