Morgunn


Morgunn - 01.12.1988, Side 87

Morgunn - 01.12.1988, Side 87
MORGUNN HEF ALLTAF VERIÐ „NÆM" Tengdafaðir minn var stór og stæðilegur maður en eftir þessa viðureign var hann svo miður sín að hann var við rúmið. Ég fór úr íbúðinni um tíma og hugsaði mitt ráð hvað gera skyldi. Það varð úr að mér var komið í samband við Hafstein Björnsson miðil og hann kom ásamt sínu hjálparfólki og settur var fundur í stofunni heima hjá mér. Á fundinum kom ýmislegt fram, þar á meðal hver þetta var sem réðst að okkur. Þannig var að maður nokkur var á þessum tíma að reyna að fá þetta hús keypt og bjó hann skammt frá. Hann hafði á fyrri árum haft vinnumann sem dáinn var fyrir löngu. Hann virtist þó vera að reyna að koma okkur út úr húsinu svo hægt væri að fá það keypt. Á þessum árum voru í gildi ströng húsaleigulög sem komu í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á dyr. Pilturinn var því að reyna að hjálpa fyrrverandi hús- bónda sínum að koma okkur út svo hann gæti komist yfir húsið. Þetta sagði miðillinn. Síðan hreinsaði miðillinn íbúðina af þessum ófögnuði. Hann sagði jafnframt að hann ætlaði að „loka mér“ fyrir slíkum ásóknum. Hann sagði: „Helga, þú losnar við þetta um tíma en þú getur búist við að þetta aukist aftur með árunum en það verður aldrei meira á þig lagt en þú þolir.“ Þetta hefur gengið eftir. Ég fór aftur í íbúðina og þá var allt orðið svo hreint og tært að ég fann engin óþægindi þar upp frá því. Áður var alltaf eitthvað á sveimi. Ef ég t.d. tók í hurð var tekið fast á móti og allt eftir því þar til ásóknin keyrði um þvert bak eins og fyrr er lýst. Nokkru seinna kom Hafsteinn í heimsókn til mín. Við settumstí eldhúsið og éggaf honum kaffi. Égsagði honum að nú hefði ég það gott, svo bauð ég honum aftur í bollann. Hann sagði: ,,Ekki núna, en bráðum.“ Rétt á eftir sagði hann allt í einu: „Nú skal ég þiggja meiri sopa hjá þér Helga.“ En þá brá svo við að ég gat ekki staðið upp og tæpast talað. Mér tókst þó að stynja því upp að ég gæti ekki náð í könnuna, en þá hló Hafsteinn og sagði: „Það var nú einmitt þetta sem ég var að reyna, ég var að prófa þig.“ 85

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.