Sjómaðurinn - 01.03.1940, Blaðsíða 9
/
Vörðurnar á vegum sjómannanna
Ágiip afsögu fyistu vit-
anna, sem bygðii voiu.
Dover Castle. Hinum megin við sundið hjá Bo-
lougne sjást enn rústirnar af svona „phare“, sem
sagt er að hafi verið bygður af Caligula.
JTVENÆR ÞAÐ VAR, sem menn tendruðu
hið fyrsta leiðarljós sjófarendanna, er
ekki vitað, því að hirta þess sker ekki gegn um
mvrkur aldanna. Það er talið, að það hafi verið
kyndill, eða köstur, sem kveikl hafi verið á, og
hann látinn standa einhvers staðar þar, sem hætt-
an var mest og þar sem svo hátt bar við himinn,
að vel sæist út yfir liafið.
í samanburði við þetta er vitinn mjög ungur,
jafnvel þó að saga hans sé nú orðin gömul. Elsti
viti, sem menn vita sögur um, var á eyjunni
Pharo í Miðjarðarhafinu og átti hann að leiðbeina
sjófarendum, sem leituðu liafnar í Alexandríu.
Samkvæmt heimildum egipska söguritarans Jos-
ephus, var hyrjað á að smiða þennan vila rétt eftir
stjórnartímabil Alexanders milda á fyrstu árum
Ptolemeanna og var fullgerður um árið 280 fyrir
Krist. Samkvæmt heimildum þessum, var vitinn
bygður ferhyrndur, úr hvítum steini og var um
400 metrar á hæð. Efst uppi á honum brann eld-
ur og sást hann langt á haf út, þegar veður var
heiðskýrt. Ekki er vitað, liver urðu endalok þessa
fyrsta vita, sem sögur fara af. Heyrst liefir, að
hann hafi hrunið í jarðskjálfta og liafi hann þá
verið búinn að slanda í 1600 ár. Var þessi viti
altaf kallaður „Pliaro“, en það nafn er á vitum
á rómönskum málum, á frönsku er það „phare“
og á ítölsku og spönsku „faro“.
Elsti viti, sem enn stendur, er við La Corunna,
nokkuð sunnan við Kap Ortegal, en þar skagar
norðvestur horn Spánar út í Atlantshafið. Þessi
viti er all frá dögum rómverska keisarans Trajan-
usar, eða frá árunum 98—117 eftir Kr.
Ræði á Englandi og Frakldandi finnast líka
rústir eftir vita, sem reistir voru á dögum Róm-
verja. Þannig sjást enn vitarústir á St. Catherine
Down á eyjunni Wight í Ermarsundi. Aðrar rúst-
ir eru í nánd við gömlu kirkjuna á klettinum hjá
Cordoun, viti við mynni Garonne-fljótsins, i Biskayaflóa.