Sjómaðurinn - 01.03.1940, Blaðsíða 40
34
S JÓMAÐURINN
ekki annað en að fara úr öskunni í eldinn, því
að nú vissi liann, að eg skildi hann, og hvað
myndi liann gera þegar liann kæmist að raun
um að eg þekti ekki umgangsorðið? Það er sagt
að rússneskir hermenn séu fremur treggáfaðir
og trúgjarnir. Þegar eg svaraði ekki, gekk hann
fast að mér, ákveðinn og harðneskjulegur og
sagði: „Eg lief ákveðnar fyrirskipanir um að
skjóta tafarlaust þann, sem ekki segir „Smo-
lensk“, þegar eg spyr um umgangsorðið, þess
vegna verð ... . “
Han komst ekki lengra því að eg hrópaði sam-
stundis: „Smolensk“.
Hann varð svolitið undrajndi, rétli úr sér,
þreif byssuna frá maga mínum og sagði lier-
mannlega: „Rétt“.
Og eg gekk liægt og virðulega hurtu, framlijá
honum og upp bakkakambinn, en þegar eg komst
í hvarf tók eg ósvikið til fótanna og hljóp l)yssu-
brendur um borð og niður i káetu mína með
vindlakassann hálfan af mold undir hendinni,
en skeiðina hafði eg mist!
Mejer, hinn „hollenski“.
Þegar Mejer kom um borð i „Gulfaxe" í New
York voru allir pappírar lians i stakasta lagi.
Af vegabréfinu lians mátti ráða að hann var
Jan Carnelius Mejer, hollenskur ríkisborgari,
fæddur í Middelburg. En þrátt fyrir þetta varð
okkur það fljótt Ijóst, að Mejer sigldi undir fölsku
flaggi. Undir eins, þegar hann fór að tala hol-
lenskuna sina komst upp um hann, því að ensku
kunni hann alls ekki. Hollenska Mejers var ó-
svikin Hamborgarþýska og enginn okkar, sem
höfðum siglt með Hamborgarskipum, gátum ver-
ið í nokkrum vafa um það, hvar „Middelhurg“
Mejers væri. Þegar við svo vorum komnir út i
sjó og hann varð var við að upp liafði komist um
hann, reyndi hann alls ekki að skjótast undan.
en sagði alveg eins og var, hver hann væri og
hvernig hann hefði hafnað i New York.
Þegar ófriðurinn braust út 1914, var hann með
einu skipi „Kosmoslínunnar“, sem þá var slatt i
Mollendo i Peru. 1 tvö ár samfleytt var hann
þarna um borð í skipinu, hreinsaði það og skúr-
aði, riðbarði það og burstaði. Það var svo sem
ágætt líf. En svo var liann afmunstraður og hon-
um tókst að ráða sig á amerískt flutningaskip,
en þegar honum varð ljóst að Bandaríkin ætluðu
að fara i striðið með Bandamönum, lét hann af-
skrá sig og komst svo um horð til okkar.
Hann var ágætur drengur, iðinn og ástundun-
arsamur og kom sér vcl, jafnt við yfirmenn sem
undirmenn. Og það var áreiðanlega enginn um
horð, er vildi koma upp um hann við yfirvöldin,
eftir að Bandaríkin voru farin í stvrjöldina. Eng-
inn af eftirlitsmönnunum, sem komu um horð í
þeim höfnum, sem við komum til, feldu grun til
hans, þvi að það var þeirra skoðun, að sá, sem
segði „Ja, ja“, væri „þýskari“, en sá sem segði
„Qui, qui“, væri Dagos.
Við þurftum að fara um Panamskurðinn, og
hafnsögumaður kom um borð. Ilann gaf skipun
um að við skyldum leggjast um stund við festar,
þar sem við gætum ekki farið inn í skurðinn fvr
en yfirvöldin hefðu skoðað skipsskjölin og þjóð-
erni skipverja hefði verið rannsakað. Mejer var
uppi á bátaþilfarinu og vann þar ásamt einum
félaga sinna. Það var eins og eyru hafnsögu-
mannsins yrðu ennþá stærri, þegar hann lieyrði
hollensknna hans Mejers. Vagga hafnsögumanns-
ins hafði nefnilega lieldur ekki staðið í „Gods
own country“. Þegar við áttum að leggjast og
stýrimaðurinn spurði, hve mikið dýpið væri,
kom hafnsögumaðurinn upp um sig með því að
segja á hreinni óbjagaðri jósku: „Scx faðmar,
gefið þvi fimtán faðma, þá liggur það ágætlega.“
Hafnsögumaðurinn fór svo i land og kom ekki
aftur fyr en næsta morgun. Þá voru fjórir her-
menn í fylgd með honum. Það voru eftirlitsmenn-
irnir. Öll skipshöfnin var kölluð saman. Nú átti
að rannsaka hana. Allir voru Norðurlandabúar,
nema Mejer vesalingur, sem ekki gat einu sinni
sagt „Kanitversta“ á hinu nýja móðurmáli sínu.
Ilann gafst því strax upp og viðurkendi alt sam-
an og það á þann hátt, sem sómdi sér vel fyrir
ungling, sem hafði alist upp svo að segja við
dyrnar á Sct. Pauli.*)
Ameríkanarnir vildu þó hvorki kyrsetja eða
framselja Mejer, en liann fékk fvrirskipun um
að hann mætti alls ekki fara um skurðinn á skip-
inu. Það var litið á alla Þjóðverja sem stórhættu-
lega fyrir Bandaríkin og þó sérstaklega fyrir
Panamaskurðinn. Þeir gátu nefnilega vel haft
það til, að kasta sprengjum á hina hættulegustu
staði, eða fremja spellvirki á einhvern annan
hátl, en hvernig vesalings Mejer átti að ná i verk-
færi til slíkra ófremdarverka, um það var ekkerl
lalað og dót hans var ekki einu sinni rannsakað
til að færa sönnur á eða afsanna það, liversu
hættulegur hann væri. Það átti að senda hann
undir eftirliti hermanns frá Golon til Balboa, og
*) Alkunnur skemtislaður i Hamborg.