Sjómaðurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 17

Sjómaðurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 17
S JÓM AÐURINN 11 þeir sáu langa strönd fyrir stafni ,og liéldu þeir Cook nú, að þeir væru komnir að liinu óþekkta Suður-landi, sem landfræðingar þeirra tíma héldu, að hlyti að vera til sem mótvægi móti öðrum löndum jarðar. En þetla nýja land, sem þeir Iiöfðu fundið, var Nýja-Sjáland og komu þeir að norður- eyjunni. Þeir félagar sáu reyk i landi og síðan hús og báta og margt fólk, er flyktisl ofan að ströndinni. Eftir nokkrar smáskærur tókst Cook að koma á vinsamlegu samkomulagi við eyjarskeggja, sem þó stóð ekki lcngi, því að þeir voru þjófóttir og uppvöðslusamir. Cook sigldi nú norður með eyjunui og er ekki að orðlengja það, að á næstu mánuðum sigldi hann umhverfis fjórar evjar og fann sundið á milli þeirra, en það er nú við hann kennt og kall- að Cooks sund. Þeir Cook komu viða í land og verzluðu við eyjarskeggja, en þeir heita Maoríar, og eru laldir lil Malaja. Cook hafði í Tahiti tekið með sér pilt, er hét Tupia og var hann túlkur og þeim til mjög mikils gagns, en mál Malajanna á Suðurhafseyj- um eru víðast svipuð. í marslok 1770 sigldu þeir Cook frá Nýja Sjá- landi og stefndu nú til vesturs þar til þeir sáu land hinn 19. april. Var ])að suðausturströnd Ástralíu. Mollenskir sjómenn höfðu nokkru sinni koniið að vestur og suðurströndinni og þekktu m. a. eyjuna Tasmaníu, en að austurströndinni hafði engnin hvitur maður komið. Þarna er ströndin hálend og nokkuð skógi vax- in. Þeir Cook urðu fljótt varir við mannabyggð og fóru í land, en var tekið með kastspjótum og steinkasti og urðu þeir að skjóta á móti og særðu nokkra menn og tókst ekki að vingast við Iands- menn. Þarna tóku þeir vatn og veiddu ýms dýr og fiska og dvöldu alllangan tíma í Botany Bay, þar sem Sidney er nú. Síðan var lialdið norður með landi næstu mánuði og ströndin korllögð og 10. júní var „Endeavour“ komin norður á 10° s. br. og hafði þá farið 1300 sjómilur meðfram strönd- inni og sloppið fram lijá öllum skerjum. En með- fram allri norðurströnd Áslraliu er skerjarif, en það vissi Gook vitalega ekki um þá. En aðfara- nótt hins 11. júní strandaði skipið allt í einu á skeri og það um háflóð. Skipsmenn köstuðu fyrir borð öllu, sem þeir gátu og léttu skipið, svo að eftir sólarbringserfiði tókst þeim að komast af skerinu. En skipið hafði laskast allmikið, svo að það lak og þeir urðu að hafa dælurnar sifellt i gangi. Þeir lögðu því að landi og gátu gerl við lekann, svo að skipið varð nokkurn veginn sjófært aftur. Héldu þeir nú norður með ströndinni og sluppu við öll sker, enda fóru þeir varlega, og 21. ágúst komu þeir að nyrsta odda Yorkskagans. Þar fór Cook í land og dró brezka fánann að hún og helgaði Bretakoungi allt landið. Sigldi hann síðan til vesturs til þess að rann- saka, hvort landið væri áfast við Nýju Guineu sem Hollendingar böfðu fundið;' og sá að svo var ekki. Síðan sigldi hann eins og leið liggur til Batavíu Java og þar var skipið dregið á land og gerl við það, og var þeim þar vel tekið af Hollendingum. En margir af skipshöfninni dóu þar úr liitasótt. Um nýjár 1771 var svo siglt lieimleiðis, suður fyrir Afríku og 11. júní 1771 komu þeir í höfn í Eng- landi, eftir nærri þriggja ára ferðalag umhverfis lmöttinn, og eftir að hafa fundið Nýja Sjáland og meginland Ástralíu auk fjölda smáeyja, sem hér hafa ekki verið nefndar. II. En Cook var ekki lengi heima. Eins og áður er sagt, böfðu margir þá trú, að í sunnanverðu Kyrrahafi hlyti að vera stórt meginland og enn ])ótti ekki fnllrannsakað, hvort svo væri ekki. Breska flotamálaráðuneytið ákvað þvi að gera út annan leiðangur og voru tvö skip keypt til fcrðar- innar, „Advenlure“, 336 tonn, og „Resolution“ 485 tonn og var Cook ráðinn foringi leiðangursins og skipstjóri á Resolulion, en Furneau hét skip- stjóri á Advenlure. Hinn 13. júlí 1772 var lagt úr höfn i Plymöuth og var nú siglt eins og leið liggur til Höfðaborgar í Suður-Afríku. Þaðan var svo lagt í haf 22. nóv- ember (en þá er sumar á suðurhvelinu) og siglt til suðurs. Fengu þeir storma og kulda og byl, og í byrjun desember á 50° sbr. urðu þeir varir við geysimikla horgarísjaka. Um miðján desember komu skipin að samfelldum ísvegg. Sigldi Cook nú fram og aftur meðfram ísdöudinni þar til hann bej’gði til suðurs og komst liann þá allt suður á 67° sbr., að við tók ísveggur, er lá austur og vest- ur og var hvergi sund lil suðurs. En land sá hann hvergi. Hefði Cook nú í raun og veru fundið Suð- urpólsskaulið. Sneri liann nú norður á hóginn og í byrjun febrúar voru þeir komnir norður á 50° s.br. suðaustur af Afríku. Nokkru síðar urðu skip- in viðskila, og eftir nokkrar tilraunir lil þess að komast suður fyrir heimskautsbauginn, sigldi Gook til norðurodda Nýjasjálands og dvaldi þar

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.