Sjómaðurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 30

Sjómaðurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 30
SJÖMAÐURINN l\\A\ BORÐN OO IÍA\ • 'xr*r r/ Sjómannaskólinn. Tveir af þingmönnum Alþýðuflokksins: Sigur- jón Á. Ólafsson og Erlendur Þorsteinsson hafa borið fram á alþingi frumvarp um, byggingu sjó- mannaskóla i Reykjavík. Er það i samræmi við óskir sjómannastéttarinnar og þarfir allrar þjóð- arinnar. Sjávarútvegsnefnd efri deildar hefur haft frumvarpið til meðferðar og lagt til, að það verði samþykkt með nokkrum. minniháttar breytingum. Þegar þelta er ritað liefur málið verið tvívegis á dagskrá, en af einhverjum ókunnum ástæðum verið tekið út og umræðum um það frestað. — Sjómannastéttin fylgist af athygli með gangi þessa máls og livaða meðferð það fær á alþingi þvi, er nú situr. Frumvarpið er svohljóðandi: 1. gr. — Byggja skal á árunum 1941 til 1943 sjómannaskóla i Reykjavík eða nágrenni. 2. gr. — Forslaða skólabyggingarinnar skal fal- in finim manna nefnd. Atvinnumálaráðherra skip- ar nefndina og tilnefnir formann hennar, en tveir nefndarmenn skulu skipaðir eftir tilnefningu Farmanna- og fiskimannasambands íslands, einn eftir tilnefningu Sjómannafélags Reykjavílcur og einn eftir tilnefningu Stýrimannafélags íslands. 3. gr. — Byggingarnefnd skal þegar láta gera uppdrætti að skólahúsi í samráði við skólastjóra þeirra slcóla, sem þar er ætlað pláss, en það eru stýrimannaskólinn og vélstjóraskólinn; jafnframt skal nefndin gera tillöug um skólastað, og skal 60 ÁRA MINNING UM MANNSKAÐA. Frh. af bls. 23. hrúður karla og hvera, en allt var þetta vandlega athugað og reyndist oft óbrigðult, enda lífs-nauð- synlegl hverjum manni, að vita einhver deili á, einkum sjófarendum. Ileill sé og heiður sérhverjum þeim, er bæta vill kjör sjómanna vorra; þeir hafa löngum verið laldir stríðshetjur íslenzku þjóðarinnar og bera þeir það nafn með heiðri, „meðan hoði’ á skeri brýtur og brotnar unn við strönd.“ Reykjavík, 26. marz 1941. Jón Pálsson. sérstakt tillit tekið til þess, að nægilegt landrými sé fyrir framtiðarþarfir skólans. I skólanum skal vera heimavist fyrir liæfilegan nemendafjölda, og skal húsakynnum heimavist- arinnar þannig liáltað, að þar verði auðveldlega viðkomið kennslu fyrir matsveina. Atvinnumálaráðherra staðfestir teikningu og úrskurðar um skólastað. 4. gr. — Ríkssjóður her allan kostnað af bygg- ingu skólans, og skulu veittar i fjárlögum minnst 100 þús, kr. á ári, þar til byggingarkostnaði er að fullu lokið. Ileimilt er byggingarnefnd með sam- þykkt fjármálaráðherra, að taka bráðabirgðalán eða selja skuldabréf lil að greiða byggingarkosln- að, eftir því, sem árleg fjárveiting lireldkur ekki til. Ríkissjóður ábyrgist slik lán og stenzt kostn- að af þeim. 5. gr. — Byggingarnefnd skal veita viðtöku gjöfum til sjómannaskólans, en gjafafé skai ekki verja lil greiðslu á venjulegum, stofnkostnaði skóla, heldur til sérstakra umbóta vegna kennslu og skólalífs, sem annars mundi verða bið á að fá. 6. gr. -— Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð: Menn munu sammála um það, að sjálfsagt sé að nola nokkuð af hinum miklu tekjum, seni fiskiveiðarnar færa nú ríkissjóði, til að búa í hag- inn fyrir sjómenn sjálfa. Þar liggur næst að bæta nú þegar úr hinni ríku þörf stýrimannaskólans og vélstjóraskólans fyrir fullnægjandi liúsnæði. Hefur því máli oft verið lireyft, en nú er engin afsökun lengur um að fresta framlcvæmdum. Um 1. gr. Ef hafizt er handa nú þegar á næsta vori, má búast við, að liægt verði að ljúka skóla- byggingu sumarið 1942, en þó ekki vert að kveða fastar að en að byggingu skuli lokið á árinu 1943. Um 2. gr. Það er æskilegt, að íulltrúar sjómanna liafi forustu í byggingarmálinu, og er hér ætlazt til, að Farmannasambandið tilnefni einn mann úr hópi skipistjóra og einn mann úr hópi vélstjóra, Sjómannafélag Reykjavíkur tilnefni mann fyrir liáseta og aðrar starfsgreinir þess, sem margir cru væntanlegir nemendur, og Stýrimannafélag Is-

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.