Útvarpstíðindi - 09.01.1939, Síða 5

Útvarpstíðindi - 09.01.1939, Síða 5
ÚTVARPSTÍÐINDI Viðgerðarstofa útvarpsins. kveðið í fyrsta lagi að halda hrað- námskeið fyrir menn úr ýmsum lands hlutum til þess að kynnast uppsetn- ingu loftneta og viðtækja og einföld- ustu viðgerðum þeirra, í öðru lagi að stofna fullkomna viðgerðarstofu í Reykjavík, er gæti tekið að sér allar viðgerðir hinna flóknustu útvarps- tækja, cg í þriðja lagi að senda æfða viðgerðarmenn í viðgerðarferðir víðs- vegar um land. Viðgerðarstofa útvarpsins tók til starfa 1. okt. 1931. Forstöðumaður hennar var ráðinn Jón Alexandersson, sem þá var vélstjóri á rafstöðinni við Elliðaárnar. Hann .hafði lokið prófi frá Vélstjóraskólanum í Reykjavík og löggildingarprófi danskra rafvirkja í Kaupmannahöfn, og auk þess kynnt sér útvarpstæki bæði á námskeiði er- lendis og með sjálfsnámi. Hefir hann löggildingu sem rafvirkjameistari bæði við lágspennu og háspennu. Viðgerðarstofan hefir nú 11 fasta menn í þjónustu sinni, þar af 5 full- numa viðgerðarmenn, 4 nemendur, og 1 afgreiðslumann. Þar sem hin flóknu viðtaki nútímans útheimta sívaxandi fræðilega þekkingu af viðgerðarmönn- um, er nú krafist gagnfræðaprófs af þeim, er ætla að stunda viðgerðarnám á Viðgeröarstofu útvarpsins. Viðgerð- arnámið er bæði bóklegt og verklegt og stendur í 4 ár að minnsta kosti og lýkur því með prófi. Framhaldsnám verður á eftir í nýjungum á sviði út- varpstækninnar. 1 Landsímahúsinu í Reykjavík hef- ir Viðgerðarstofan skrifstofu, aðal- viðgerðarsal, mxlinga- og prófana- stpfu, og í nálægu húsi 3 herbergi, þar aem aðallega fara fram nýsmíðar. Viðgerðarstofan hefir til umráða íullkomin. mælitæki til þess að mæla 189

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.