Útvarpstíðindi - 09.01.1939, Síða 15

Útvarpstíðindi - 09.01.1939, Síða 15
ÚTVARPSTÍÐINDI sjálfur að vera stjórnandi. — Af miklum áhuga vann Mozart, að þessu verki. Eftir stuttan tjma hafði hann lokið því. En nú varð hann fyrir miklu andstreymi. Skyndilega virtist almenningsálitið hafa, snúist á móti horium. 1 fyrsta skipti rak hann sig nú á þær hindranir, sem öfundsjúk- ir mófstöðumenn aftur og aftur sköp- uðu í lífi hans. Fyrir undirróður leik- hússtjórans., neituðu margir af hljóm- listarmönnunum að koma fram undir stjórn jafn ungs, manns. Niöurstaðan varð sú. að óperari var aldrei leikin. Það urðu þó dálitlar sárabætur fyrir Mozart að stuttu síðar vai’ leikinn lítáll söngleikur eftir hann á heimili auðugs hljómlistarunnanda. Næstu þrjú ár va,r Mozart lengst af í ftalíu. Dvöl hans þar var óslitiu sig'urför, einhver sú glæsilegasta, sem saga hljómlistarinnar getur um. í Róm gerði páfinn hann að »gullspora- ridd,ara« og í Milano voru þrjár af óperum hans leiknar hver eftir aðra við takmarkalausa aðdáun áheyrenda. Vorið 1773 fer hann aftur heim til Salzburg og þar með enda hans ham- ingjusömu bernskuár, en sorgir og vonbrigði fullorðinsáranna taka við. Það er fátæktin, ,sem hér eins og víð- ar verður hinn erfiði þrándur 1 götu. Það er sorglegb að lesa um allar hin- ar árangurslausu tilraunir, sem faðir Wolfgangs gerði til að útvega syni sínum þannig stcðu, að hann gæti gefið sig að hugðarefni sínu, hljóm- listinni. Stöðu fékk hann að vísu, en launin voru svo lág, að hann gat tæp- lega dregið fram lífið af þeim. Þó samdi hann mörg lög á þessum ár- um, bæði óperur, symfóníur, sónötui', kirkjuhljómlist o. fl. 199 Þegar Mozart var 21 árs gamall (1777) gat hann ekki lengur unað við þessi þröngu kjör, en rífur sig lausan frá stöðu sinni og tekur sér ferö á hendur. Nú heimsótti hann fjölda þýzkra borga, og hélt, þar tónleika við ágæta áheyrn, sem þó veittu honum mjög litlar tekjur. Hann sækir víða um stöðu sem hljómlistarmaður en alls- staðar án árangurs. 1 Mannheim rat- aði Mozart í æfintýri, sem hafði djúp áhrif á hans, innra líf. Hann kynntist þar vinafólki föður síns, sem vann að leikstörfum. Yngsta dótti.r- in var mjcg músisk og einmitt um þetta leyti var hún að ná tökum á hæfileikum sínumisem söngkona. Hún hét Aloysia Weber og var nú á ,sext- ánda ári. Mozart varð strax »bálskot- inn«, en hún, ja, hún endurgalt varla hans heitu tilfinningar, en áleit að hann myndi fljótt ná í góða stöðu í Paris — og þessvegna ,hét hún hon- um eiginorði. Syngjandi s,æll og reií- ur af glrestum framtíðarvonum hélt hann til Parísar ásamt móður sinni. Sagt er að hún hafi varað hann við, að treysta of vel á Aloysia, því hún þóttist sjá. að hún væri kaldrifjuð daðurdrósi, sem ekki ætti það skilið að verða kona hins einlæga og and- ríka sonar hennar. — Dvölin í Paris var aðeins til armæðu fyrir Mozart. Fyrir f jórtán árum síðan, þegar hann var barn, hafði allt staðdð opið fyrir honum hér, en nú kom hann fullþrosk- aður maður og tilraunir hans til að hafa sig áfram urðu að mestu ár- angurslausar. Aðeins, einni af sym- fóníum hans var vel tekið, við þekkj- um hana nú undir nafninju Parísar- symfónían. Við þetta andstreymi

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.