Útvarpstíðindi - 01.04.1940, Blaðsíða 5
— Já, Stephan birti þessi árin öll
sín kvæði og vísur í Heimskringlu,
nema þau, sem hann geymdi vini
sínum, dr. Rögnvaldi Péturssyni,
handa tímariti Þjóðræknisfélags-
ins.
Ég kynntist St. G. St. aðallega
sumarið 1926, en þá dvaldi hann hjá
dr. Rögnvaldi í Winnipeg. Hann var
þá í borginni meginhluta sumarsins
undir læknishendi, til afbráunar við
því meini, er þjáði hann svo mjög
seinustu árin — æðakölkuninni, og
vissi sig þá mjög skammlífan.
— Hvernig mynduð þér í sem
fæstum orðum lýsa St. G. St., eins og
hann birtist yður gegnum persónu-
lega viðkynningu?
— Ég held hann sé eini maður-
inn, sem ég hef kynnzt á ævi minni,
sem ég er fullkomlega sannfærður
um, að hefði, jafn hiklaust sem öfga-
laust, lagt lífið í sölurnar fyrir lífs-
skoðun sína, jafn ófús sem hann
hefði verið, að fara gálauslega með
það í stundarhita tendruðum af m.
e. m. óljósum draumsjónum eða
réttindakröfum, svo óvenjulega jafn
vægur var hann.
— Og þá gætuð þér að sjálfsögðu
sagt oss eitthvað um Káinn. — Þér
munuð hafa kynnzt honum líka?
— Já, ég kynntist honum tölu-
vert, skiptist einnig á við hann bréf-
um, og á Heimskringlu-árum mínum
sendi hann mér mest af því, sem
hann orti og kærði sig um að birta.
Hann var tvímælalaust gáfaður
maður, en ákaflega dulur; var það
bæði að eðlisfari, og svo stafaði það
eflaust nokkuð af því, að hann fann,
að hann hafði ekki fengið þá mennt-
un, sem hann hefði kosið.
— Við vitum eiginlega ótrúlega
lítið um Káinn, þó vísur hans og
kvæði eigi miklum vinsældum að
fagna með þjóðinni, eins og kunn-
ugt er.
— Káinn var góður meðalmaður
á hæð, þrekinn, fríður sýnum, og
karlmannlegur. Iíann giftist aldrei,
en ól mestan sinn aldur á heimili
vinar síns. Honum safnaðist ekki fé,
enda nokkuð vínhneigður, þótt
meira væri oft gert úr því en satt
var. Gleðimaður var hann, þar sem
hann kunni við sig, ,en það var ekki
í hverjum hóp. —
1930 var Sigfús Halldórs frá
Höfnum meðlimur heimfararnefnd-
ar Vestur-lslendinga, er annaðist m.
a. undirbúning hinnar miklu heim-
sóknar Vestur-lslendinga þjóðhá-
tíðarsumarið. Þá komu heim alls
700 Islendingar með báðum flokk-
um. Meðal þeirra var S. H. f. H.
En daginn áður en heimferðarflokk-
urinn lagði af stað frá Winnipeg,
gekk hann að eiga ungfrú Þor-
björgu Bjarnason, og varð heim-
ferðin þeim því brúðkaupsferð um
leið. — Frú Þorbjörg er fædd í
Canada, en íslenzk í báðar ættir.
Faðir hennar, Helgi, var bróðir
Tryggva heitins alþm. í Kothvammi
og þeirra systkina ,en móðir hennar
Helga, systir ólafíu Jóhannsdóttur.
Sigfús fór ekki til Vesturheims
aftur, nema snögga ferð sumarið
eftir. Hann tók að sér stjórn hins
nýja gagnfræðaskóla Akureyringa,
sem stofnaður var haustið 1930.
Vorið 1935 gerðist hann ritstjóri
Nýja-Dagblaðsins í Reykjavík, en
lét af því starfi vorið eftir. Síðan
hefir hann verið ritari erlendra
bréfa við Áfengisverzlun Ríkisins
hér í Reykjavík.
ÚTVARPSTÍÐINDI
369