Útvarpstíðindi - 01.04.1940, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 01.04.1940, Blaðsíða 12
hvíld og nú þagði hún lengst. Ef til vill hafði hún gleymt sér — eða kannske lét hún hugann reika um farnar slóðir. Enn átti hún margt ósagt ,það fann ég á mér. Ég sá fyr- ir hugskotsjónum mínum hinar ó- ljósu myndir elskhuganna, er hún hafði seitt fram úr ríki skugg- anna. Einn eftir annan stigu þeir fram eins og leikendur í sýn- ingarlok. En allir voru þeir ein- ungis bleikfölir skuggar. Og hún, sem þeir höfðu einu sinni kysst, sat hér við hlið mér. Að vísu lifandi og áþreifanleg, en skorpin og blóðlaus með hjarta án óska og gleðilaus augu — eins og skuggi horfinnar fegurðar. Allt í einu var sem Isergil vaknaði af svefni. — Já, hvað var ég nú að tala um? — Já, það var rétt, ég var að segja frá Póllandsárunum mínum . . . Þar lék ég minn síðasta leik . . . þar kynntist ég manni, sem ég aldrei gleymi. Hanii var fagur eins og vondur andi, og ég var ekki lengur ung. Hann hafði verið með mörgum konum, — hann var mjög stoltur af því. Hann þóttist mjög lífsreyndur og þess vegna hélt hann, að hann gæti unnið hug minn á svipstundu. í raun réttri tókst honum það, en einnig ég var stolt og vildi ekki við- urkenna það. Ég hafði aldrei verið ambátt nokkurs manns. — Ég hafði fyrir löngu losnað við Gyðinginn. Ég bjó um þessar mundir í Krakau og mig skorti ekkert. Allt, sem ég óskaði, gat ég veitt mér: gull, hesta, þjóna. Hann kom til mín og augu hans sögðu mér, að hann ætlaðist til þess að ég félli um háls honum og tilbæði hann eins og allar aðrar konur höfðu gert og gerðu. En ég lét ekki undan. Og þannig gekk það lengi — unz ég sigraði að lokum (eða það hélt ég að minnsta kosti). Hann lét sem hann lægi í duftinu fyfir mér, af því hann vissi, að það var það, sem ég vildi. En þetta reyndist aðeins vera kænsku- bragð frá hans hálfu. Ég hafði varla fyrr gefið mig á vald hans, en hann kastaði mér frá sér. — Þá fannst mér að ég væri orðin gömul. Það var sárt — ósegjanlega sárt. Ég elskaði hann svo heitt. Iiann var miskunnarlaus. Hann hló og gerði gys að mér, er við hittumst. Og ég vissi, að aðrir höfðu mig að athlægi, og að hann hældist um. En engu að síður unni ég honum og var ham- ingjusöm,ef ég fékk að sjá hann eða vissi hann einhvers staðar nálægt mér. Og þegar hann fór í herinn, til þess að berjast við ykkur Rússa, leið mér svo hörmulega illa. Ég gerði allt, sem mér hugkvæmdist, til að stilla hug minn, en ekkert dugði. Ég ákvað að fylgja honum eftir. Ég hafði fregnir um, að hann dveldi í skógi einum við Varsjá. En er ég kom þangað, var mér sagt, að Rússarnir hefðu þegar unnið her- flokk hans í orustu og tekið hann til fanga, og að hann væri geymdur í þorpi einu í nágrenninu. Ég vildi ekki gefast upp. Ég þráði svo heitt að komast á fund hans. Ég braut heilann um, hvernig það mætti takast. Ég klæddist gervi förukonu, ég var tötrum búin og bað beininga. Þannig komst ég til þorpsins, þar sem hann var í haldi. Það var fullt af Kósökkum og hermönnum; þeir voru nærgöngulir við mig — en ég lét það ekki á mig fá. Að lokum fékk ég vitneskju um, hvar Pólverj- arnir voru geymdir — en það virt- ist varla hugsanlegt, að ég kæmist þangað. En ég vildi ekki gefast upp. Og eina nóttina tókst mér að komast að húsinu, þar sem þeir voru. Ég 376 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.