Útvarpstíðindi - 01.04.1940, Blaðsíða 10
Þingvísur
Bjarna Ásgeirssonar Frh.
Þessi vísa var kveðin um mann, er þótti
heldur laus í rásinni og rápa nokkuð á
milli flokka:
Allra flokka föðurlands
flóttamaðurinn vitjar.
Lítilmennska og lausung hans
leggja saman nytjar.
Það skeði eitt sinn í efri deild Alþingis,
að frumvarp nokkurt hafði farið í gegnum
allar umræður og verið gjörðar á því marg-
háttaðar breytingar, en þegar það var svo
borið undir síðustu atkvæðagreiðslu til af-
greiðslu frá deildinni, var það fellt. Þá var
kveðið:
Efri deild er dreyra þyrst,
drepur eins og kettir.
Leikur sér með frumvörp fyrst,
fellir þau svo á eftir.
Eitt sinn var það við atkvæðagreiðslu,
að saknað var þingmanns nokkurs, sem
þótti ölkær í meira lagi, en svo stóð á, að
mál það, sem greiða átti atkvæði um, gat
oltið á hans atkvæði. Flutningsmaður von-
aði, að þingmaðurinn væri „löglega forfall-
aður“ og málinu því vís framgangur, en
allt í einu vindur hann sér inn í salinn og
' varð það til að fella málið. Þá var kveðið
í orðastað flutningsmanns:
LAUGARDAGUR 13. APRÍL
19.15 Þingfréttir.
20.20 Leikrit: ,,Gréta“, eftir Böðvar frá
Hnífsdal (Anna Guðmundsdóttir,
Friðfinnur Guðjónsson, Gunnþórunn
Halldórsdóttir, Ævar R. Kvaran).
21.20 Utvarpshljómsveitin : Gömul danslög.
(Herm. Guðmundsson syngur danz-
lag kvöldsins).
21.50 Fréttir.
22.00 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
Ég var orðinn öruggur
að hann félli í valinn.
1 því rakst hann ófullur
inn í deildarsalinn.
Ólafur Briem, alþingismaður frá Álf-
geirsvöllum þótti á sínum tíma stjórnholl-
ur maður, sem kom þannig fram, að hvort
sem hann stóð að hinni ríkjandi stjórn eða
ekki, þá lagði hann sig fram um það, eftir
mætti, að henni gætu orðið öll störf Alþing-
is að sem mestu liði. Um það var þessi vísa
kveðin:
Við stjórnir allar er í sátt
Álfgeirsvallagoðinn,
leikur alla aðra grátt,
anzi er karlinn loðinn.
Ólafur hafði mikið alskegg.
Þegar Hannes Hafstein varð ráðherra í
síðara skiptið, voru umbrot nokkur í lands-
málum og þóttu ýmsum þær breytingar á
þingi og stjórn koma nokkuð á óvart. Þá
var lcveðið:
Hér var allt með öðrum svip
fyrir ári um.þetta leyti.
En alltaf má fá annað skip
og annað föruneyti.
Þegar ísafold birti mynd af Hannesi
Hafstein í fyrsta sinn, eftir að hafa verið
í margra ára andstöðu við hann og henni
lengst af mjög harðri, var þessi vísa gjörð:
Hér er það hið gamla goð,
— gustur fer um víkina, —
málað upp á ísuroð; —
undarlegt með tíkina.
Um það bil kom upp klofningur nokk-
ur innan Heimastjórnarflokksins, á milli
þeirra Hannesar Hafstein og Lárusar
Bjarnasonar. Þeir, sem helzt þóttu fylgja
Lárusi að málum, voru alþingismennirnir
Ilalldór Steinsen, Jón Jónsson dócent, séra
Eggert á Breiðabólstað og Guðmundur
Eggerz. Um' það var þessi vísa kveðin:
Hefir í seli í Halldóri,
hjáleigu í dócenti,
ínytjar í Eggerti,
afurðir af Guðmundi. Frh.
374
ÚTVARPSTÍÐINDI