Útvarpstíðindi - 01.04.1940, Blaðsíða 11
Maxim Gorki:
Sögur gamalEar l<onu
Frh.
— Svo fórstu til Póllands? sagði
ég, þegar mér fannst þögnin vera
orðin nógu löng.
— Já, það var skringilegur karl-
fugl, þessi Pólverji, og þar að auki
illmenni. Þegar hann vildi n.jóta
blíðu minnar, hjúfraði hann sig að
mér eins og köttur, og af vörum
hans rann straumur blíðra og fag-
urra orða, en þegar hann þurfti mín
ekki með, þá voru orð hans banvæn
sem eitur höggormsins.
Einhverju sinni gengum við eftir
bakka fljóts nokkurs. Þá var hann
í illu skapi og sagði eitthvað, sem
særði mig djúpu sári. Ég varð tryllt
af reiði, skap mitt svall eins og belj-
andi flaumur. Ég greip í hann —
hann var lítill og máttlaus — og
sparkaði honum út í fljótið. Hann
skrækti og hljóðaði —. Það var
hlægilegt að heyra hvernig hann
skrækti. Ég horfði á hann sprikla
með höndum og fótum. Svo fór ég
mína leið . . . Ég hef aldrei séð hann
síðan. Ég hef alltaf verið svo lán-
söm með það, að þeir, sem ég hef
elskað, hafa aldrei orðið á vegi mín-
um síðar. Slíkt væri líka óþægilegt
— það væri eins og að mæta líkum
á alfaravegi.
Og svo flæktist ég um í Póllandi.
Þar var vont að vera, þjóðin er kald-
lynt og fölsk. Pólverjarnir bjuggu
sig undir að gera uppreisn gegn
^ykkur Rússum.
Að lokum kom ég til borgarinn-
ar Bochniu. Þar komst ég í kynni
við Gyðing. Við urðum ásátt með að
hann skyldi selja mig til vændis.
Eitthvað varð ég að taka til brag'ðs
til að geta lifað. Ég hafði ekkert
lært og það eina, sem ég átti, var
líkami minn og fegurð. Ég hafði
hugsað mér að safna saman dálitlu
af peningum, svo ég gæti komist
aftur heim til Byrlat.
Þannig liðu fram stundir. Það
voru hinir ríku Pólverjar, sem
keyptu blíðu mína. Það var nú
stundum gaman, en þó ekki alltaf.
Mörgum þeirra urðu þessar gleði-
stundir dýrar. Þeir skömmuðust og
börðust hver við annan vegna mín.
Einn þessara ástmanna minna var
sérstaklega vitlaus eftir mér. Ein-
hverju sinni kom hann til mín ásamt
þjóni sínum, sem hann lét bera mik-
inn fjársjóð í skjóðu. Hann lagði
allan sjóðinn í skaut mér. Hann
sagðist hafa selt bú sitt og gripi til
þess að geta fært mér allt þetta
gull. Hann var feitur og ljótur eins
og svínsgylta. Ég rak hann á dyr.
Ég elskaði annan. Það var nú
maður. Andlit hans var allt sundur-
skorið af örum. Hann hafði tekið
þátt í stríðinu á milli Grikkja og
Tyrkja. Hann var með Grikkjum.
Sjálfur var hann Pólvei’ji og þó
barðist hann með framandi þjóð
gegn fjendum hennar. Hann hafði
misst annað augað og tvo fingur af
vinstri hendinni. Hann var drepinn
af ykkur Rússum í uppreisninni.
Og það var líka einn Ungverji,
sem ég þekkti. Hann yfirgaf mig
einn dag — og kom ekki aftur. —
Það var um vetur — og það var
ekki fyrr en um vorið, þegar snjóa
leysti, að hann faimst. — Hann
hafði fengið kúlu í gegnum höfuð-
ið. Já, þannig gengur það — það
hníga engu færri í valinn vegna ást-
ar sinnar en þeir, sem deyja í far-
sóttum. Ég hugsa að þeir yrðu eins
margir, ef allir væru taldir.
Isergil gamla tók sér enn mál-
ÚTVARPSTÍtiINDI
375