Útvarpstíðindi - 01.04.1940, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 01.04.1940, Blaðsíða 14
textum, vil ég benda á — það sem flestum ætti annars að vera ljóst orðið — að Ut- varpstiðindi hafa þegar hafið þessa bar- áttu og það með þeim árangri, að mörg af þeim dægurlögum, sem mestum vinsældum hafa náð, eru nú sungin við ljóð eftir ýms okkar beztu núlifandi skáld. — Aftur á móti viðurkenni ég, að sumir af þeim danslaga- textum, sem birzt hafa í Útvt., hafa verið ómerkilegir — en bið menn að veita því eftirtek, að þeir eru ekki ortir fyrir Útvt., en þó birtir vegna þess, að þeir hafa áður verið orðnir meira og minna kunnir undir þeim lögum, sem síðar hafa orðið fyrir val- inu sem „danslög kvöldsins“. K. F. Á Bændavikunni í útvarpinu, sem Bún- aðarfélag íslands stóð fyrir þ. 12.—16. marz, fór fram stórfelld og merkileg fræðslustarfsemi. Auðheyrt var, að vel var vandað til efnisvals og nær því öll erind- in voru vel samin og flest einnig vel flutt. Að því er snertir efni aðalerindanna er erfitt að segja, að eitt hafi tekið öðru fram, því allir virtust ræðumennirnir hafa eitthvað nytsamt og markvert til málanna að leggja, hver á sínu sviði. A kvöldvökunum 12. og 16. marz kom það og í ljós, að starfsmenn Búnaðarfélagsins kunna ekki einungis vel að haga orðum, þegar þeir ræða sérgreinar sínar innan bún- aðarmálanna, heldur sýndu þeir þá einnig, að þeir geta haldið ræður, sem eru vel samkeppnisfærar á öðrum vettvangi. Eiginlega má segja, að hvert skemmti- atriðið hafi rekið annað á þessum kvöld- vökum, einkum þó þeirri seinni. Erindi búnaðarmálastjóra um Hóla í Hjaltadal var tignarlegt og stilhreint bæði að formi og flutningi. Bjarni Ásgeirsson var sjálfum sér líkur, og er þar með sagt, að honum hafi tekizt vel. Pálmi Einarsson var svo andríkur, að margir klerkar hefðu mátt hrósa sér af slíku. Halldór Pálsson hélt prýðilegt erindi um Skota. Auðheyrilega hafði hann miklu fleira markvert að segja en hann gat komið að, — svo mér virðist athugandi — hvort hann ætti ekki fljótlega að halda annað lengra um sama efni. Bæði í orðum hans og radd- blæ fólst mikil hlýja í garð skozku stúlkn- anna — jafnvel svo, að það má mikið vera, ef einhverri islenzku blómarósinni, sem kynnzt hefur þessum unga og efnilega dokt- or á námskeiðaferðum hans um landið — hefur ekki þótt nóg um. Ragnar Asgeirsson rabbaði svo laglega við kvenfólkið, að maður fór jafnvel að láta sér detta í hug, að hann ætlaði að taka meistaratitilinn af Jóni Eyþórssyni í þessari íþróttagrein — en sem viðui'kennt er, hefur Jón haldið þeim heiðri, síðan hann hélt sína góðkunnu jómfrúræðu. — Ragnar hlýtur að hafa alveg óvenjulega æfingu i þvi að tala við kvenfólk. En mikið vill meira, því eins og1 þið heyrðuð, átti hann enga ósk heitari en þá, að komið yrði á „bændanámskeiðum" eingöngu fyrir konur — og eftir því sem næst varð komizt af orðum hans — ætlar hann að kenna þar sjálfur og einn. ■—■ Og' þetta síðasta munu þeir skilja vel, sem eru kunnugir sumum hinum stai'fsmönnunum í Búnaðarfélaginu! Sem heild var þessi fyrsta bændavika i útvarpinu ágæt. Eg býst við, að margir séu strax farnir að hlakka til þeirrar næstu. K. F. Páskakantatan. Eg fagna æfinlega komu Útvarpstíðinda, því margt er i þeim skemti- legt og fróðlegt. Skýringar á útvarpsefni koma að miklu gagni. En mein er það, hvað samgöngur eru slæmar, svo að ritið getur ekki komið að fullum notum, þar sem það kemur stundum ekki fyrr en of seint. I dag fékk ég síðasta blaðið, og kom það mátu- lega, þvi nú gat ég haft það í hendinni og fylgst með textanum, meðan flutt var hin dásamlega Páska-kantata. Ég vil nú biðja Útvarpstíðindi að flytja fjórmenningunum, sem sungu verkið, mínar beztu þakkir. Fyrst og fremst Gunnari fyr- ir að hafa gengizt fyrir því að þetta var æft og sungið, en einnig hinum þremur, því flutningurinn heppnaðist snilldarlega vel. Ég man ekki eftir, að ég hafi nokkurntíma setið við tækið mitt jafn hrifinn af hvoru- tveggju, efni og meðferð. Sömuleiðis vil ég þakka Sigurði Einarssyni docent fyrir hans prýðilegu ræðu á undan söngnum. Ef þetta getur ekki komið monnum í páskastemn- ingu, veit ég ekki hvað það ætti að vera. Ii. S. S., Akureyri. 378 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.