Útvarpstíðindi - 18.11.1940, Side 8

Útvarpstíðindi - 18.11.1940, Side 8
borgarskólann, norðlenzkur sveita- strákur, og allt var mér nýlunda, er fyrir augun bar. Ég var kominn þangað í þeim erindum að læra, og læra mikið. En eitt var það, er ég var sannfærður um, að ég gæti ekki lært, og það var að syngja. Ég vissi ekki betur en að ég hefði rekizt á óíæknandi mútur við að siga og arga á hrossastóð sveitunga minna. Þegar fyrsti söngtíminn átti að vera hjá okkur, ætlaði ég að laum- ast burt,svo að lítið bæri á, var feim- inn og kinokaði mér við að sann- færa söngkennarann um óhæfni mína til söngsins. En þá vildi ekki betur til en svo, að ég mætti bekkj- arsystkinum mínum á leið inn í söng- tímann. Með þeim var hávaxinn maður og vörpulegur, sem dró und- ir eins að sér athygli mína óskipta. Það var Friðrik Bjarnason, söng- kennari skólans. Áður en ég vissi af, hafði hann tekið undir hönd mér, leitt mig inn í stofu og lokkað út úr mér söguna um múturnar, þessa raunalegu niðurstöðu mína, að ég gæti ekki fremur sungið en hrafn. En öll rök mín fyrir þessu voru ger- samlega haldlaus. Hann tætti þau sundur, funandi af ákafa, snaraðist að hljóðfærinu, lék á það einhvern algengan lagstúf og lét mig gaula með. Og eftir andartak var dómur- inn upp kveðinn, vægðarlaus, misk- unnarlaus, víst gæti ég sungið. Það var mér þó lítilfjörleg raunabót í svipinn, að einhverjir fleiri fengu svipaða útreið og ég. En ég held, að okkur hafi flest- um farið eins áður en lauk. Við urð- um glaðir og þakklátir yfir ósigrin- um, fögnuðum því, að njóta kennslu hans og hrifumst af áhuga hans, eldmóði og dugnaði við að gera eitt- hvað úr öllum eftir því, sem efni 72 stóðu til. Það var sannarlega ekki Friðriki að kenna, að við urðum ekki allir listasöngvarar. Síðan þetta gerðist hef ég verið samstarfsmaður Friðriks í mörg ár og átt þess kost að kynnast honum betur en í söngtímunum forðum í Flensborg. En samt hefur þessi gamla svipmynd, sem bundin er við fyrstu kynnin, ekki máðst. Það er af því, að hún er mótuð af sterk- ustu einkennum hans, þessum fun- andi áhuga og kappi, þessum glögga skilningi á nemendunum sjálfum, á getu þeirra og takmörkunum og því fullkomna valdi, sem hann hefur á viðfangsefni sínu. Þar sem Friðrik er, auk þessara kennarakosta, gæddur ríkri listgáfu og mun vera óvenju lærður í sinni grein sem söngkennari og tónskáld, þá er engin furða, þó að eftir hann liggi mikið starf. Ég hef fróðra manna orð fyrir því, að hann muni hafa verið meðal beztu og vand- látustu söngkennara og söngstjóra þessa lands, og hef það fyrir satt. Um tónsmíðar hans er ég ekki bær að dæma, en hitt veit ég, að lögin hans Friðriks hafa smogið inn í vit- und manna, ungra og gamalla, og eru sungin seint og snemma, frá fjallatindum til fiskimiða. Það held ég, að séu beztu rökin fyrir því, að þau séu góð. En ekki er Friðrik allur í tón- menntinni, þó að hún muni honum kærust. Hann er í mörgum öðrum greinum hinn fróðasti maður, t. d. ættfræði, náttúrufræði og sögu, og leitun ætla ég að muni vera á manni, sem sésvoþaulkunnugur um Reykja- nesskaga og hann er, örnefnum og sögu þeirra, og eins alls konar nátt- úrumenjum. Þótt Friðrik sé nú sextugur ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.