Útvarpstíðindi - 18.11.1940, Side 10

Útvarpstíðindi - 18.11.1940, Side 10
Skömm er iifsins dvöl; og einhvern veginn œtti aK takast, a<5 eigra þennan spöl. Geng ég þá frá gamla baenum götu undanhalla aS sœnum, — líkt og flögri fugl án stefnu, er finnur hreiSriS rœnt. Til átthaganna yfirgefnu oft mun hugsaii, mænt. Hver skal sinnar glópsku gjalda. Glópskan mín var sú a<5 halda, aS bóndinn meetti bæta, fegra bæinn, umhverfiS, -- gera þar ögn þolanlegra þeim, sem tæki viS. TíSkast oft í heimsins hildi, aS heggur sá, er vernda skyldi. Sá sterki, er átti aS stySja, reisa, stígur ofan á mann. Og hann, sem skyldi hlekki leysa, hengir bandingjann. MeSan ekki beint er bannaS, bý ég hér. Eg get ekki annaS. Ef „kreppuhjálpin" blessuS býSur: „Burt meS þig“, ég fer. Þengill veit, hvaS þegnum líSur og þeim fyrir beztu er. Sigurjón Friðjónsson: Á Grænuhlíðarbrúnum Eg gekk mig upp í GrænuhliS á gleSifund. Aldrei mun ég gleyma þeirri yndisstund. ViS gengum upp á brúnir viS gleSistig. Öll sála mín varS vorblær og söngur um þig. ViS horfSum af brúninni um veröld víSa. HeyrSum í fjallinu hringt til t:Sa. HeyrSum í fjarska klukkurnar kalla, æ lengra og lengra inn í Ijósálfur fjalla. ViS gengum lengra og lengra meS hönd í hönd. Sáum ekki annaS en sólskinslönd. Úr Ijóðabókinni: HeyrSi ég í hamrinum. Friðrik H. Berg: Merkasta ævintýrið Þó allra æviritýra til enda sé rakin lest, er eitt, sem ber af öllum og ætíS mun taliS mest. ÞaS gerist í höll og hreysi, í hafi, á eySiströnd. f sólskini og sorta nætur um suSur- og norSurlönd. ÞaS heimsækir æsku og elli um allar sýslur lands. ÞaS jafnar kjör og kosti kúgaSs og voldugs manns. ÞaS bíSur hjá bryggjusporSum og bak viS purpuratjöld. — ÞaS kemur til mín aS morgni, en máske til þín í kvöld. En enginn kann sanna sögu aS segja af fundi þeim. Menn spá, aS þaS leiSi aS lokum úr lágnætti í sólskinsheim. f fróSustu fréttablöSum og fjölmælgistungum hjá, um endi þess ævintýris er enga vissu aS fá. En vertu rólegur vinur, þó vistin sé þurr og köld. ÞaS kemur til mín aS morgni, en máske til þín í kvöld. Úr bókinni Stef eftir Friðrik H. Berg. 74 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.