Nýja konan - 01.07.1934, Blaðsíða 4

Nýja konan - 01.07.1934, Blaðsíða 4
4 Nýja konan Vegavinniideilaii. Herbrögð Alþýðusambandsforiíigjíimia. arfirði, og þá hlaut flokkurinn atkvæði allra þeirra, sem treystu lionum bezt til að vera mál- svari verkalýðsins, Nú hlaut hann aðeins atkvæði þeirra, sem vaxnir eru upp úr þeirri viilu, að Alþýðuflokkurinn sé * skárra af tvenuu illu* í samanburði við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta eru lærdómar kosning- anna: Þær sýna veikleika flokks- ins undanfarið í því, að afhjúpa blekkingar hinna svonefndu * róttæku • flokka, en hins veg- ar vaxandi róttækni fátáekrar alþýðu og þar með vaxandi möguleika til að vinna hana fyrir hina byltingarsinnuðu bar- áttu og fyrir hagsmunum sínum. Þar með verður hver einasti kommúnisti og byltingarsinn- aður verkamaður og verkakona að finna auknar skyldur á sér hvíla til meira og réttara starfs meðal verkalýðsins og annarar fátækrar alþýðu. Fiskþvotta- stúlkur! Hvað fínnst ykkur? (Fiskstöðvabréf). í vaskahúsunum er venju- lega hætt, þegar klukkuna vant- ar 15—10 mín. í 6. Þá hætta stúlkurnar að vaska og fara inn, nema 2 frá hverju kari, sem þurfa að hreinsa þau. Oft er þá mikið af fiski, sem tíma- vinnufólkið þarf að salta og ganga frá, og hvernig sem það hamast, er það oft ekki búið fyr en 5—10 mín. yfir 6. Fyrir þessa yfirvinnu fær það ekki neitt. Óánægjan yfir þessu er mjög mikil. Þær, sem hreinsa körin, eru venjulega ekki bún- ar fyr og fá þær alls ekki neitt fyrir þessa vinnu. Það er engin hvíld að taka kúst og fötu til þess að »skrúbba« burtu slor- haugana, eftir að hafa hamast í ísköldu vatninu við að vaska allan daginn. Eða hvað finnst ykkur, stéttarsystur, sem verð- Kjör verkamanna í vegavinnu hafa farið síversnandi undan- farin ár. Hafa laun þeirra ver- ið lægri en flestra annara land- verkamanna, allt niður í 55 aura á tímann. Og af þessum sultarlaunum verða vegavinnu- mennirnir að borga ferðirnar til og frá vinnunni, víðsvegar af landinu. Þeir verða að borga fæði, og aðrar nauðsynj- ar til útilegunnar. Afgangur- inn — ef nokkur er — fer svo til að halda lífinu í fjöl- skyldunni, og að lokinni vinn- unni standa fjölskyldumenn eftir slyppir og snauðir. Óánægja vegavinnumanna hef- ið að gera þetta dags daglega? Við fáum ekki borgun nema fyrir fiskinn, sem við vöskum. Þegar við hættum að vaska, eig- um við heimtingu á að fá að fara úr vaskahúsinu umsvifa- laust. Við erum undantekning- arlaust allar óánægðar með þetta, og ef við tökum okkur saman á hverri vinnustöð og neitum að hreinsa körin, erum við búnar að kippa þessu í lag. Við verðum, í samráði við tíma- vinnufólkið, að krefjast þess, að hætt sé 20—25 mínútum fyrir kl. 6, svo að það geti verið búið á réttum tíma að salta upp og hreinsa körin. Það fær sín laun til kl. 6 og má vera sama, þótt það hreinsi þau. En tímavinnu- fólkið má ekki þola það, að eftirvinna sé allt af unnin án þess að fá hana borgaða. Það dregeir sig saman á mörgum dögum. A stöð, sem ég vann einu sinni á, var oft hætt að aka óhreina fiskinum að okk- ur kl. 5. Kvöldið, sem við átt- um að hreinsa körin, urðum við svo að bíða lengi fisklaus- ar, kaldar og blautar upp að öxlum, eftir þetta slæma verk. ir farið vaxandi með ári hverju. Árið 1930 samþykktu Al- þýðusambandsforingjarnir á þingi A. í. »að samræma kaup- gjald í opinberri vinnu um land allt«, en hreifðu auðvitað hvorki hönd né fót til að veita vegavinnumönnum lið. Þvert á móti studdu þeir •Framsóknar-stjórnina, sam- þykktu beint og óbeint launa- lækkanirnar og auknar tolla- byrðar á alþýðuna. Ein af bombum blekkinga- meistaranna í stjórn Alþýðu- flokksins nú fyrir kosningar voru afskifti þeirra af vega- vinnumönnunum. Við máttum ekki fara, þótt okkur lægi mikið á, að hafa fataskifti og komast í búð að ná í eitthvað að éta. Er þetta rétt? Nei. Atvinnurekandinn, sem hefir öll framleiðslutækin í sínum höndum, er skylflugur að sjá alveg um áhöldin fyrir akkorðsvinnuna. Oft verðum við að biðja um og rekast í dög- urn saman að fá nýjan bursta. Allar finnum við, hvað mörg- um sinnum erfiðara er að sarga skítinn upp úr fiskinum með ónýtum bursta. En yfirmenn- irnir vilja oftast spara eyrir og eyrir fyrir útgerðina og hugsa minna um gigtina, sem við fá- um 1 handleggina af slæmurn aðbúnaði. Þetta eru aðeins smá- munir, en eru þó okkar dag- legu hagsmunamál. Ef við lát- um innbyrðis röfl falla niður og berjumst allar saman fyrir að bæta úr þessu, getum við auðveldlega kippt þessu í lag. Þetta hljótum við allar að vera einhuga um. Samfylkingáhverri stöð fyrir betri aðbúð í stóru og smáu er úrlagsnin. Vaskastúlka.

x

Nýja konan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja konan
https://timarit.is/publication/716

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.