Nýja konan - 01.07.1934, Blaðsíða 5

Nýja konan - 01.07.1934, Blaðsíða 5
Nýja konan 5 1 vor auglýstu þeir með inagt og miklu veldi að kaup í vegavinnu í ár skyldi vera 1 króna á tímann. Og hvað gerðu þeir svo til að í’ramkvæma þessa sjálfsögðu kröfu? 1. Alþýðusambandið auglýsti bann við flutninguin á efni og áhöldum til vegagerða. Og þeir stöðvuðu »Skaftfelling« í eitt skifti til að geta auglýst liina miklu »lijálp« við vega- gerðarmenn. En síðan var efni og áhöld flutt með ýmsum skipum og bílum út um land allt, með vitund og vilja Al- þýðusambandsforingjanxia. 2. Alþýðusambandsstjórnin tilkynnti benzínsölunum í Rvík, að þeim væri bannað að . selja benzín til vegagerðar. En daginn eftir að »banninu* var skellt á, seldu benzinsalarnir í Rvík hverjum sem hafa vildi benzín. Og ein aðalsprauta Al- þýðusambandsins — Héðinn Yaldimarsson — seldi vega- gerðarbílum benzín með sömu ánægju og öðrum viðskiftavin- um. Þegar vegavinnumenn fóru að sjá í gegnum þessar blekk- ingar Alþýðusambandsforingj- anna, sáu þeir sig neydda til: annaðhvort að hefja vinnu fyr- ir sama smánarkaupið og áður eða hefja undirbúning að sjálf- stæðri baráttu með tilstyrk Yerklýðssamb. Norðurlands, þrátt fyrir sundrungartilraunir Alþýðusambandsbroddanna. Baráttuvilji sveitaverklýðsins var að vaxa blekkingameistur- um Alþýðusambandsins yfir höl’uð. Og nú voru góð ráð dýr. I>á grípa kratabroddarnir til nýs herbragðs, og auglýsa verkfall í allri vegavinnu. Flestir þeir. vegavinnuhópar sem byrjað höfðu vinnu, lögðu hana þegar niður og biðu eft- ir hjálp Alþýðusambandsins. Hinn róttæki liluti verkalýðs- ins gerði nú þegar ráðstafanir til þess að vekja samúðarbar- áttu verkalýðsins í bæjunum, sem var óhjákvæmilegt skilyrði til þess að vegavinnumenn gætu borið sigur úr býtum. ASV hóf strax fjársöfnun fyr- ir vegavinnumenn. Verkamenn á Blönduósi og róttækari hluti verkalýðsins í Reykjavík skor- aði á stærstu verklýðsfélögin »Dagsbrún« og »Sjómaunafél. Reyjavíkur« að hefja samúðar- baráttu, en Alþýðrsambands- broddarnir, sem þóttust vera að hjálpa vegavinnuverkalýðnum, hindruðu þessa samúðarbar- áttu verkalýðsins í Reykjavík. Og nú fóru kratabroddarnir til aðal kaupkúgarans, ríkis- stjórnarinnar, og »fengu« hana til: að ákveða að kaup í vega- vinnu skyldi vera 80—85 aur. um tímann yfir sláttinn. Og hefir stjórnin óbundnar hend- ur um að lækka þetta kaup hvenœr sem þeim sýnist. Síðan lýsti Alþ.s.b.stjórnin af »verkfallinu« og útbásúner- aði endalokin sem »stórkostleg- an sigur’, enda þótt að þetta kaup sé að meðaltali svipað þeim smánarlaunum, sem vega- vinnumenn hafa fengið yfir sláttinn undanfarin ár. Þessa reynzlu um blekkingar og svik krataforingjanna þurfa vegavinnumenn umfram allt að hagnýta sér í undirbúningi þeirrar baráttu, sem þeir eiga fyrir höndum, til þess að bæta kjör sín. Nú þurfa vegavinnumenn sjálfir að hefja starfsemi á hverjum vegavinnustað á land- inu og sameina þar sem allra flesta verkamenn um hœkkun kaupsins og aðrar nauðsynleg- ar kjarabætur. í hverjum bæ á landinu verður verkalýðurinn að taka kjör vegavinnuverkalýðsins til umræðu og gera ráðstafanir til að styrkja þá í hagsmunabar- áttunni, því einungis á þann hátt geta vegavinnuverkamenn- irnir sigrað. Og eins og allir vita hefir kaupkúgunin á vegavinnu- verkamönnum, verið notuð til að ryðja brautina fyrir launa- lækkanir í bæjunum. Söfnun ASV til styrktar í kom- andi baráttu vegavinnumanna, er mjög þýðingarmikið atriði til að tryggja verkalýðnum sig- ur. Barátta starfs- stúlknanna á spítölum. Hækkunin verður að fást í gegn. Síðast í maí sendu 53 starfs- stúlkur á aðalspítölunum liér sunnanlands dómsm.ráðuneyt- inu skjal, þar sem þær fara fram á, að kaup þeirra yrði aft- ur liækkað upp í það, sein það var fyrir tveimur árum. Laun stúlknanna voru þá lækkuð um tíu krónur á mánuði, svo það er nú ekki nema 40—45 kr. vetrarmánuðina og 60—65 kr. sumarmánuðina. Sjá allir, að þetta er svo lágt, að ógerlegt er fyrir stúlkur, sem atvinnu þessa stunda til lengdar, að ganga almennilega til fara — hvað þá heldur að veita sér nokkra fræðslu eða skemmtun. Auk þess verða margar að láta af þessum fáu aurum til fjöl- skyldu sinnar. — Hinu háa stjórnarráði þóknaðíst ekki að svara þessum starfsmönnum sín- um, enda þótt fyrir löngu sé búið að hækka aftur laun hjúkr- unarkvennanna og annara, sem lækkuð voru samtímis. — Um yfirmennina á spítölunum var ekki að spyrja. Þeir gerðu auð- vitað allt, sem í þeirra valdi stóð, til að blekkja, hræða og telja stúlkurnar ofan af að berj- ast fyrir að fá laun sín hækkuð. Hvað sýnir þessi barátta stúlknanna ? Fyrst og fremst þá stórkost- legu þörf þeirra að koma upp ineð sér starfsstúlknafélagi, sem leitt getur þessa og aðra hags- munabaráttu þeirra.

x

Nýja konan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja konan
https://timarit.is/publication/716

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.