Nýja konan - 01.07.1934, Blaðsíða 8

Nýja konan - 01.07.1934, Blaðsíða 8
8 Nýja konan leiða til þess, að fjöldafyliíi las- isinans inun þverra óðfluga og að þýzka auðvaldið mun reyna að umskapa einræði sitt með hjálp' annara flokka. Og hins vegar þá mun verka- lýðurinn undir forustu K. F. Þ. nota sér upplausnina og mót- setningarnar innan borgarastétt- arinnar til að hindra nýtt böð- ulseinræði auðvaldsins, og leggja f’ram alla krafta til þess að safna meiri hluta verkalýðsins til fylgis við verklýðsbyltinguna — Sovét-Þýzkaland. Verkamenn Sovétríkjanna nota frítíma sinn til þess að afla sér aukinn- ar menntunar. Sönn saga úr fiskþvottahúsi (Vaskastúlk ubréf). Það var snemma morguns í marzmán., að ég gekk inn í vaskaliúsið á stöðinni N. í fyrsta sinn. Mér fannst nú satt að segja ekki girnilegt að litast þar um: 4 stór vaskakör og frosið yfir þau. Stúlkurnar voru að koma inn og klæða sig í olíupilsin. Mér var vísað á pláss við annað miðkarið, fenginn hnífur, bursti ög fjöl. Svo komu fiskbörur og ég fór að böggl- ast við að láta fiskinn upp á fjölina og vaska. Stúlkurnar í kring voru búnar að brjóta á og farnar að hamast að vaska. Sú, sem næst mér stóð, sagði mér til, bvernig ég ætti að bursta og skera úr. Ég herti mig upp, ýtti klakanum burt með burstanum og bleytti mig um hendurnar. Ósjálfrátt kipti ég þeim að mér. En sá kuldi! Ónotin lögðu að hjartanu. Ég sá, að hinar gáfú mér horn- auga og þótti ég ómyndarleg. Ég beit á jaxl og vaskaði 1 fisk. Þá stakk ég höndunum nndir pilssmekkinn og leitaði að ör- lítilli velgju. Svo byrjaði ég aftur. Þannig gekk það koll af kolli. Mér fannst þessi dagur með sinum margvíslegu kulda- píslum aldrei ætla að taka enda. Þetta var aðeins byrjunin, Svona voru þeir allir. 1 þessu víti stóðu stúlkurnar vikum, mánuðum og árum saman. Ég reyndí að keppast við til þess að ná þó í daglaun. Heitur þreytuverkur var í uppband- leggsvöðvunum, en hendurnar únistabikkjan þín! Ætlarðu aldr- ei að liætta undirróðri þín- um . . . .? Unga Stúlkan stóð hreyfing- arlaus og brosti sama einkenni- lega brosinu og áður. Blóðið lagaði frá öðru inunnviki henn- ar. — Foringinn öskraði skipun sína og hermennirnir spenntu byss- urnar. Dauðakyrrð féll yfir svæðið og foringinn gekk til hliðar. Eitt augnahlik var sem liann hikaði. Svo gaf hann skipun sína í annað sinn. Hermenn- irnir hófu byssurnar á loft og miðuðu á fangarin. Það var eins og unga stúlk- an stirðnaði upp. Hún reyndi af öllum mætti að halda niðri angistinni, er nú greip hana. Hún heyrði óljóst síðustu skipun foringjans og skothvell- inn, er henni fylgdi. Öll með- vitund hennar var ekki annað en hafrót ofsafullrar geðshrær- ingar . . . Svo var sem svart tjald félli og allt hvarí’. * Yu Tsen opnaði augun og horfði undrandi í kringum sig. Umhverfis sig sá hun hermenn og óeinkennishúið fólk, allt í einni þvögu, dansandi og syngj- andi. Skammt frá henni lá for- inginn steindauður með sund- urskotið brjóstið. A andliti hans sáust enn merki um takmarka- lausa undrun og skelfingu. Staurarnir voru nú allir mann- lausir. I fjarska sáust ferða- mannabílar, er þutu í áttina til árinnar, leitandi undir vernd útlendu fallbyssubátanna . . . /— Félagi, sagði stóri, þrek- legi hermaðurinn blægjandi um leið og hann hagræddi Yu Tsen, — Hvarvetna í Kína, þar sem verkalýðurinn kemur saman, mun verða sagt frá því, hvernig hermenn 20. lierdeildarinnar framkvæmdu þá skipun for- ingja síns að skjóta . . . Þeir skutu ekki félaga sína, heldur foringja sinn og félaga hans! Hér eftir er 20. herdeildin hluti af hinum Rauða her verkalýðs- ins, er berst fyrir öreiga allra landa. Þýtt af Andrési Straumland.

x

Nýja konan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja konan
https://timarit.is/publication/716

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.