Útvarpstíðindi - 02.03.1941, Side 10

Útvarpstíðindi - 02.03.1941, Side 10
Indriði Waage hefur starfað í Leik- félagi Reykjavíkur um 15 ára skeið og er nú formaður þess. Þegar næturgalinn söng, eftir Michael Arlen. Flutt laugardaginn 15. marz. Eiginlega er hér ekki um venju- legt leikrit að ræða, heldur sögu, sem Indriði Waage hefur breytt þannig, að langa kafla úr henni má flytja sem leikrit. Indriði er leikstjórinn og í útvarpinu mun hann tengja saman hina einstöku leikþætti með því að segja söguna millli þess, sem leik- ararnir koma fram. Aðalpersónurnar eru frú Joan Loyalty (leikin af Arndísi Björns- dóttur) og maður hennar, Ralph Loy- alty (leikinn af Val Gíslasyni). Þriðju persónuna, Hugo Carr, leik Brynj- ólfur Jóhannesson. Efni leiksins skal ekki rakið hér að neinu, því að það er þess eðlis, að það nýtur sín bezt með því að koma áheyrendum á óvart. Þess má geta um höfundinn, M. Arlen, að hann |er með þekktustu skáldsagnahöfundum Breta. — Árið 1925 var það t. d. bók eftir hann (Græni hatturinn), sem hlaut mesta Alþýðukveðskapur í Skagafirði. Útvarpserindi Óiafs á Hellulandi Framhald. Eitt sinn var Jón á Skúfsstöðum við messu á Ilólum. Var hann þá staddur í stofu andspænis herbergi, þar sem stúlkur höfðust við, og heyrði hann á tal þoirra. Stúlka, Jónasína af nafni, var þar að sýna stallsystrum sínum síðasta kaupstaðarvarning sinm Grípur hún þá krús eina og segir: „þessa sýni ég ykkur nú ekki fyrir ekki neitt". þá kvað Jón: Fégjörn þykir faldalína, fær þeim vana ekki breytt. Ekki vill hún Stína sýna sína fyrir ekki neitt. Einar á Reykjahóli og Jónas í Hróarsdal. Einhverju sinni hittust þeir, Jónas og Einar á Sauðárkróki. Var það í sumar- kauptíð, en vor hafði verið kalt. Var E. að lofa J. að heyra síðustu vísuna sína: Féll um hnjóta hér úr hor, hjörð ei fóta gáði, þetta ljóta lambskinnsvor loksins þrjóta náði. Vildi Einar láta Jónas gera sér sömu skil og fá að heyra eitthvað nýtt. Jónas var tregur, enda nokkuð við skál, en seg- ir þó lolts: Eg er frá — og ekkert veit — óðarskrá að hnuðla, þó þeir fái fram’ í sveit fjögur h í stuðla. þótt fullur væri, var hann ekki lengi að finna rimgallana á Vísu Einars, þ. e. h-in fjögur í fyrra helmingi vísunnar. sölu allra skáldsagna, sem út komu í Englandi það ár. Sagan, sem hér um ræðir, er tekin úr smásagnasafni, sem aflaði Arlen mikilla vinsælda meðal brezkra les- enda. 29S ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.