Útvarpstíðindi - 17.03.1941, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 17.03.1941, Blaðsíða 9
Hugleiðing sveifamanns. Þetta kvæði var lesið í útvarp fyrir nokkru ásamt fleiri kvæðum eftir sama höfund. Ég ólst upp við fátækt á afskekktri strönd. með æskunnar framadrauma. Að arfi ég fékk hvorki fé né lönd og fræðslu og þekking nauma. Útþráin dró mína ungu lund til ókunnra sveita og fjalla. Og nú er hún komin sú stóra stund. Til starfa mig skyldur kalla. En viðfangsefni mig vantar enn til að vinna á lífs míns sigra. Ég hlusta ekki á „launaða heldri menn“, sem hrópa með barka digra: „Þinna handa er þörf milli fjöru og fjalls og fólksekla hvar sem við gistum“. Ég býð ekki frjálsbornri dóttur dals upp á dægurlangt strit í vistum. Ég vil yrkja sjálfur mitt eigið líf, arftaki stoltra feðra. verið hagnýttar í þágu móðurmáls- kennslunnar í barnaskólum hlutað- eigandi landa og hugmynd mín er, að svo verði einnig gert hér. En auð- vitað verða að fara fram umfangs- meiri rannsóknir á þessu sviði en þær, sem ég hef þegar framkvæmt. Þær eru aðeins fyrsta skrefið. — Er hægt að nota niðurstöður þessara rannsókna á annan hátt? — Fyrir mér vakir fyrst og fremst að skapa með rannsóknum þessum traustari grundvöll fyrir stafsetning- arkennslu barnaskólanna. En þær eru einnig til annara hluta nytsamar. Þær eiga að sýna, hvernig nú er á- statt um orðaforða málsins. Með sam- anburði við eldra mál má sjá hverj- Frá lífsstefnu þeirri ei leita og svíf sem leiksoppur allra veðra. Ég vil reisa mitt bú og rækja störf og ráð út úr vanda finna. Mín orka skal ganga í eigin þörf, sem arfur til barna minna. En sköpunarþrá minni er skorða sett: skortur á óðaissetri. Ef ríkið gæfi mér rótgóðan blett að rækta, ég þættist betri þótt örðugt sé snauðum að byrja bú byggja on’á fenginn grunninn, þá vex hjá flestum þrek og trú, er þrautin fyrsta er unnin. Starfsþrá mín taumlaus á takmörk nein og trúna á gróðurmáttinn. Um vor kallar moldin hrjúf og hrein og hækkandi grös um sláttinn. Við sveitina tengir mig sifjaband þar er sál mín í gleði og harmi. En ónumið bíður mín ekkert land né athvarf í hennar barmi. Kristján Einarsson. frá Djúpalæk. um breytingum tungan hefur tekið, hvort um hnignun sé að ræða, og ef svo er, í hverju hún sé fólgin. Auk þess geta þær orðið að miklu gagni við málrannsóknir ýmiss konar, sem ekki er hægt að skýra í stuttu við- tali. — Býstu við að ræða um þessar rannsóknir þínar í útvarpserindi þínu eða e. t. v. eitthvað annað? — Ég geri ekki ráð fyrir, að ég fari neitt að ráði út í þá sálma. Ég mun aðallega ræða um nauðsyn þess, að vandað sé til málsins á bókum þeim, sem börnum eru ætlaðar til lestrar, og nefna nokkur dæmi um sumt, sem miður hefur verið í þeim sökum. ÚTVARPSTÍÐINDI 329

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.