Útvarpstíðindi - 10.05.1941, Side 3

Útvarpstíðindi - 10.05.1941, Side 3
Siarfsmanuavakan Starfsmannavakan í fyrra vetur átti miklum vinsældum að fagna og hafa margir hlustendur beðið þess með óþreyju, að efnt yrði til annarar slíkrar. Nú hefur starfsfólkið loks orðið við þrálátum óskum hlustenda og ákveðið að skemmta okkur eina kvöldstund; hefur þetta góða fólk til umráða tvær stundir sunnudaginn 18. þ. m. (kl. 8,30—10,30). Ekki er fullráðið hvernig tíminn verður notaður, en óhætt er að full- yrða, að það verður bæði smekklega og skennntilega. Svo mikið vitum við, að þarna verður flutt: ávarp, hóp- söngur starfsmanna, upplestur, söng- kvartett, tvísöngur (líkl. Hermann og Gunnar) og e. t. v. fleira, — að ógleymdum útvarpsleiknum: Ráðs- konan á Urðarfelli. Það er framhald leiks með sama nafni, er fluttur var á vökunni í fyrra og „gerði mikla lukku“ þá. Eins og menn muna, lék Sigrún Magnúsdóttir ráðskonuna og endaði leikurinn þá með því, að ráðs- konan — þessi unga og fjörmikla Reykjavíkurstúlka — kastaði sér til sunds í straumharða á og bjargaði vesturíslenskum flugmanni. Og svo endaði leikurinn eins og falleg ástar- saga. Þetta virtust mönnum hin sjálf- sögðustu leikslok, en nú kemur það upp úr dúrnum, eftir meir en árs hlé, að þetta voru aðeins þáttaskil. . . . Meira megum við ekki segja. Ekki þarf að efa það, að þessi starfsmannavaka verður vinsæl, engu síður en sú fyrri. Mynd þessi er af Sigrúnu Magnúsdótt- ur í óperettunni „Nitouche", sem Leik- félagið og Tónlistarfélagið sýna í Rvilc um þessar mundir. Myndina á forsíðunni hefur Vignir tekið fyrir Útvarpstíðindi, í tilefni af starfsmannavökunni. Því miður vantar á myndina allmarga starfs- menn, sumir voru ekki viðlátnir og aðrir máttu ekki hverfa frá störfum sínum, því að ekki gátu allir yfirgefið skrifstofurnar. Matjurta og blómafræ 427 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.