Útvarpstíðindi - 10.05.1941, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 10.05.1941, Blaðsíða 11
ef tækið í horninu þegir. Sjómaður á haf- inu, bóndinn í dalabænum og borgarbú- inn fá í sömu andránni boðskap útvarps- ins. Mikill hluti þjóðarinnar hugsar því á sama kvöldi um sama málefni. Útvarp- ið hefur hið einstaka tækifæri að vekja hópshugsanir, þjóöarhugsanir, — þjóðar- samstillingu, þegar bezt lætur. Ég held, að það sé engum hollt, að kæfa niður gagnrýni. Gagnrýni er frelsi. En það á ekki heldur að láta hana eins og vind um eyrun þjóta. Margur hefur huggað sig við þessa vísu: pótt heimur spjalli margt um mig og mínum halli sóma, ég læt falla um sjálfa sig svoddan palladóma. En það er skammgóður vermir stund- um. Sé gagnrýnin heilbrigð, verður að taka hana til greina fyrr eða síðar. Is- lenzka kirkjan hefur ekki farið varhluta af gagnrýni, og hún er gott dæmi þess, hvernig taka ber slíkum hlutum. þegar ágætir menn, svo sem Matthías Jochums- son, porsteinn Erlingsson, Einar H. Kvar- an o. fl. höfðu sligað svo sumar erfi- kenningar kirkjunnar, að þær voru ekki rólfærar lengur, tók kirkjan það heilla- ráð, að loka helvíti fyrir fullt og allt. Fyrir þá skynsamlegu afstöðu eigum við nú frjálslyndari kirkju en flestar aðrar Þjóðir, eftir því sem fróðir menn telja. Útvarpstíðindum berast daglega bréf og raddir frá hlustendum, snertandi útvarp- ið. Mun blaðið halda afram að vera vett- vangur fyrir rökræður, fróðleik, gagn- rýni og álit manna um þessi mal. Og þar sem blaðið er tengiliður milli útvarpsins og hlustenda, vill það benda á, að eitt hið nauðsynlegasta fyrir hlustendur er að læra að meta það, sem vel er gert. Á hinn bóginn ber útvarpinu að stefna að því að vera opið og frjálst, og láta sér ekkert óviðkomandi. pá. á það að geta verið síungt, og að því ber að keppa. g. m. m. BÓKA*4'Æ &&¦?* í ÞJÓNUSTU Æ.ÐRI MÁTTARVALDA nftir LEON DENIS. SÉRA JÓN AUÐUNS fslenzkaBI. H.f. Loiftur gaf Ot. Bókin fjallar um líf Jóhönnu frá Arc. í lok hundraðárastríðsins bjargaði hún Frakklandi úr höndum Englendinga. Jóhanna var frönsk bóndadóttir úr Lotringenhéraðinu og gætti þar sauða og vann sveitavinnu, unz hún var 17 ára, og kunni þá hvorki að lesa né skrifa. En það var þá, sem enski herinn hélt sigri hrósandi yfir Frakkland og sat um borg- ina Orleans. En gætu þeir tekið hana varð Frakklandi ekki bjargað. J)jóðin var sundruð og lömuð. pá. rís þessi fátæka, ómenntaða stúlka upp og gengur fyrir liðinu, en hermennirnir fylltust guðmóði, þvi að þeir trúðu því, eins og hún sjalf, að hún væri send af guði til að bjarga Frakklandi. petta var árið 1429. Síðan kemur sá kafli sögunnar, sem ófegri er: Jóhanna er tekin til fanga af Burgund- um, er hún ætlar að bjarga Campiégne frá því að lenda í höndum þeirra. Burg- undar seldu hana á vald Englendingum, en Karl 7., sem hún hafði látið krýna í Reims, eftir að Orleans var borgið, gerði ekkert til að bjarga henni.. Loka- þátturinn er hryllilegur. petta einfalda, sterka og djarfa sannleikselskandi barn verður nú að þola hina ömurlegustu meðferð, og ef að lokum brennt á báli fyrir villutrú og galdra, árið 1431. J)egar Jóhanna lét líf sitt á bálinu í Rouen, sátu kirkjunnar menn í sætum sínum og horfðu á með velþóknun. Höfundur bókarinnar og þýðandi eru spiritistar, og líf þessarar stúlku og ævi- starf er skýrt samkvæmt þeirra kenning- um. Andatrúarmönnum mun þetta kær- komin bók fyrir þær sakir, en öllum góð og fróðleg bók, þótt þeir frelsist ekki. J. ú. V. ÚTVARPSTÍÐINDI 435

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.