Útvarpstíðindi - 08.06.1942, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 08.06.1942, Blaðsíða 3
Kristján Jónsson Fjallaskáld Hundrað ára minning Kristján jónsson Fjallaskáld, er fæddur í Krossdal í Kelduhverfi 21. júní 1842 og er því aldarafmæli hans í ár. Utvarpið mun að mestu helga hon- um kvöld aímælisdagsins og verður flutt erindi um hann og nokkur ljóð hans lesin og sungin. Kristján Jónsson er eitt þeirra skálda, sem hlotið hefur virðingarheit- ið þjóðskáld og hefur átt miklum vin- sældum að fagna, einkum með tveim síðustu kynslóðum. Af ljóðum hans hafa komið út þrjár vandaðar útgáfur 1872, 1890 og 1911 gefnar út af Jóni Olafssyni ritstjóra eða að tilhlutun hans. Hefur hann ritað formála fyrir þeim. Um langt skeið hafa Ljóðmæli Kristjáns verið ófáanleg, en í tilefni aldarafmælisins mun ísafoldarprent- smiðja gefa út úrval ljóða hans á þessu ári. Mun frú Unnur Bjarklind skáld- kona sjá um útgáfuna. Kristján Jónsson var barn síns tíma. Hann var þunglyndur að eðlisfari og tilfinningamaður og hann orti sér til hugarhægðar. Hann var fátækur, heilsuveill, drykkfelldur og veiklund- aður og hvarf af sjónarsviðinu á bezta aldri. Þannig hefur verið um svo ótal marga íslenzka gáfumenn á liðnum áratugum. Það hafa margir átt sam- merkt með Kristjáni Jópssyni. Fæst af ljóðum hans kom fyrir almennings- sjónir fyrr en eftir dauða hans, þá Kristján Jónsson Fjallaskáld. hafði skapast þjóðsaga um hann og hin dapurlegu örlög hans. Draumlynd alþýða fann til með honum og fann auk þess oft í ljóðum hans slegið á streng í sínu eigin brjósti. Hugarvíl hans og harmljóð höfðu ekki aðra huggun að veita en þá, sem felst í hin- um ljúfsára trega og hann gaf ein- ungis að bergja á svalalind társins. Slíkt var ekki til þess fallið að auka karlmennskudug beygðra kynslóða. En Kristján komst með þessum hætti inn að hjartarótum ísl. þjóðarinnar, það varð annarra skálda að hvetja hana til þess að bjóða sorgum og öðr- um erfiðleikum byrgin. /• ÚTVARPSTÍÐINDI 343

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.