Útvarpstíðindi - 08.06.1942, Blaðsíða 8
Sænskt
kvöld
Nýlega var þjóðhátíðardaga Norð-
manna og Dana minnzt í útvarpinu.
Nú verður „sænskt kvöld“ í útvarpinu
16. júní, en þá er 84. afmælisdagur
Gústafs V. Svíakonungs. Jón Magn-
ússon fil. kand. mun flytja erindi um
Svíþjóð, frú Vivan Jakobsson les upp,
Þorsteinn H. Hannesson syngur sænsk
þjóðlög, og auk þess mun sænsk
hljómlist verða á dagskránni.
Svíar hafa eiginlega þrjá júnídaga
sem þjóðhátíðardaga um þessar mund-
ir, meðan þessi konungur lifir. Fána-
dagurinn, 6. júní, er þeirra mestur og
hátíðlegastur um land allt. Hann er
haldinn hátíðlegur til minningar um
frjálslynda stjórnarskrá, sem Svíar
fengu 6. júní 1809. A þeirri stjórnar-
skrá byggist núverandi lýðræðisfyrir-
komulag ríkisins með þingbundinni
konungsstjórn. Þessi dagur Svía hefur
því svipaðan blæ eins og 17. maí
Norðmanna og 5. júní Dana.
En afmælisdagur konungs er einnig
mikill viðhafnardagur. Svíar eru kon-
unghollir, þeir bera virðingu fyrir kon-
ungi sínum og ættmennum hans. Það
er því gömul hefð að minnast hans
með gleðskap um land allt. Svíar vilja
gjarnan fá að sjá konung og konungs-
fjölskylduna, þeir vilja einnig fylgjast
með athöfnum og ferðum konungs. En
Otto Johanson, sendiherra Svía.
Gústav V. hefur ferðast töluvert mikið
og er íþróttamaður á marga lund, sér-
staklega þykir hann góður tennisleik-
ari. Á friðartímum hefur hann jafnan
ferðast á veturna suður að Miðjarðar-
hafi, til þess að njóta þar hressingar
og stunda íþróttaleiki. Það mun mega
teljast öruggt, að húsfylli verði við
leiksýningar, þar sem konungsfjöl-
skyldan er viðstödd. Blöðin flytja viku-
lega og sum því nær daglega myndir
og fréttir frá konungsfjölskyldunm.
Þykir sala á blöðum með slíkum frá-
sögnum vera örugg. Sænska þjóðin
hefur á margan hátt sýnt konungi sín-
um hollustu í verki. Á sjötugsafmæli
Gustavs V. safnaði þjóðin 5 milljónum
króna í sjóð og færði konungi í afmæl-
isgjöf. Konungur var að vísu ekki
beinlínis fjárþurfi, enda gaf hann all-
an sjóðinn til rannsókna á krabba-
meini og baráttu gegn því. Þegar kon-
ungur hafði ríkt í 30 ár, árið 1938,
færði þjóðin honum aftur stórfé að
348
ÚTVARPSTÍÐINDI