Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 2

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 2
2 ÚTVARPSTÍÐINDI Gegnomlýsmg Þórbergs. Þórbergur Þórðarson rithöfundur skrifar skemmtilegan og að mörgu leyti lærdómsríkan ritdóm í síðasta hefti Helgafells og leggur þar út af Hornstrendingabók, eftir Þorleif Bjarnason. í einum þætti ritgerðarinriar kemst Þórbergur svo að orði: 1— Allar bækur eru einskonar fjöl- myndir, pólifóto, sem höfundurinn hef- ur fest á pappír af sínum innra manni. Við sjáum hann þar frá ýmsum hlið- um og í ýmiskonar stellingum. Þama horfir hann beint frama,ní okkur. Þarna sýnir hann okkur, hvemig haun tekur sig út á vangann. Þarna situr hann í innhverfri dulúð. Þama er eins- og augun ætli að springa útúr höfð- inu á honum, guð veit af hverju. Þarna er hann álútur, einsog hann hafi fallið 1 djúpa andakt eða rembist á klósefti. Þama er hann með upplyfta ásýnd, einsog fyrir augum hans glampi guðdómleg hugsjón eða yfir hann hafi komið vofeifleg vitfirring. Ef við kynnum að lesa bækur, myndum við jafnvel sjá meltingu höfundarins". ,/ . ; . . Eignin eina. Eftir farandi vísa er eftir Jón heit- inn Ólafsson ritstjóra: Ég fór hálfan hnöttinn kring og hingað kem ég aftur. Ég átti bara eitt þarfa þing og það var góður kjaftur. ÖTVíBRB>S¥Í®i M 02)11 koma út hálfamánaSarlega. Árgangnr- inn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrir-' fram. Mgreiðsla Hverfisg. 4. Sími 5046. Útgefandi h. f. Hlustandinn. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Vilhj. S. Vilhjálmsson, Þorsteinn Jósepsson. Allir kannast við Þuru í Garði og flestir hafa heyrt vísur eftir hana. Hún mun vera með vinsælustu skáldkonum þessa lands, þótt hún njóti engra skáldalauna. — Hér em tvær vísur eftir Þuru: Gleymska. Mig hefur aldrei um það dreymt, sem eykst við sambúð nána. Þú hefur alveg, guð minn, gleymt, að gefa mér ástarþrána. Breyskleikinn. Varast skaltu vilja þinn, veik eru manna hjörtu. Guðaðu samt á gluggann minn, en gerðu það ekki í björtu. „Fósturlandsins Freyja“. Einu skáldinu varð að orði, er það það horfði á íslenzka stúlku fara inn í herbúð í fylgd með galsafengnum hermanni: Ó, leyf mér, Drottinn, að deyja. Dapurt er mannlífið, því „Fósturlandsins Freyja“ er farin í „ástandið". Framh. á bls. 18

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.