Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Side 3
ÚTVARPSTÍÐINDI
Framfíð Útvarpsfíðinda
Um leið og við undirritaðir tökum
við ritstjórn Útvarpstíðinda þykir okk-
ur ekki úr vegi að ávarpa lesenduma
nokkrum orðum.
Okkur er báðum ljóst að mikil börf
er fyrir rit eins og Útvarpstíðindi, en
við teljum að því hafi verið til þessa
skorinn of þröngur stakkur og einmitt
með það fyrir augum höfum við tekið
að okkur að veita ritinu forstöðu um
skeið. Við teljum að nauðsyn sé að
breyta ritinu allmikið svo að það geti
fullnægt þeim þörfum sem eru fyrir
það. Við viljum láta það færa út kví-
arnar, birta fjölbreyttara efni en það
hefur gert til þessa og að það geti
, fengið betri búning að öðru Ieyti en
það hefur haft hingað til.
Nokkrar breytingar hafa verið gerð-
ar þegar með þessu fyrsta hefti okkar,
en þó aðeins örlítill hluti þeirray sem
við höfum í hyggju.
Við viljum leggja okkur fram um
að birta fræðandi og fréttnæmar
greinar um útvarp, sjónvarp og aðra
þá tækni sem skyld er þessu. Við vilj-
um segja frá heimskunnum útvarps-
starfsmönnum og fræða lesendur okk-
ar um rekstur og fyrirkomulag út-
varpsstöðva víðs vegar um heiminn.
Við viljum gefa listum og bókmennt-
um allmikið rúm og við viljum hafa
eins mikið af léttu og skemmtilegu efni
og okkur er frekast kostur. Ennfremur
viljum við að ritið geti orðið vettvang-
ur fyrir útvarpshlustendur til umræðna
um efnisval útvarpsins og annað er við-
kemur rekstri þess.
Þetta snertir efnisval ritsins. En við
teljum ekki að hægt verði að búa ritið
sómasamlega úr garðip nema að það
fái annan ytri svip. Verður því Iögð
áhersla á það að bæta útlit þess og þá
fyrst og fremst að fá í það betri
pappír.
Með þessu hefti stækka Otvarpstíð-
indi. Áætlun okkar er að ritið komi út
tvisvar í mánuði, 24 .síður í hvert
skifti, alla mánuði ársins, nema júní
og júlí, þá 1 hefti á mánuði. En auk
þess komi út stórt jólablað árlega. Með
þessu er ætlunin að út komi til næstu
áramóta 408 síður, eða 1 7 hefti. Þessi
aukning krefst að sjálfsögðu aukins
kostnaðar og hækkar ritið því í verði
frá og með þessu hefti.
Við munum leggja alla áherslu á
það, að þær áætlanir, sem við höf-
um gert um efni og útlit blaðsins kom-
ist í framkvæmd, en því miður er ekki
hægt að gera nauðsynlegar breyting-
ar á ritinu allar í einu. Þá munum við
og kappkosta af okkar hálfu að hafa
sem besta samvinnu við útvarpshlust-
endur, starfsmenn útvarpsins, útvarps-
stjóra og útvarpsráð. Væntum við þess
að í sameiningu takist okkur með öll-
um þessum aðilum að gera Útvarpstíð-
indi að ómissandi riti á hverju því heim
ili sem hefur útvarp. Viljum við vinna
að því marki að Útvarpstíðindi geti
orðið samboðin mesta menningartæki
nútímans, útvarpinu og að útvarp og
Útvarpstíðindi komist inn á hvert ein-
asta íslenzkt heimili.
Reykjavík í apríl 1945.
. Viíhjálmur S. Vilhjálmsson.
Porsteinn Jósepsson.