Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Síða 6
6
ÚTVARPSTÍÐINDI
— Frá Svíþjóð hefir frétzt að út-
varpið heyrðist mjög vel norður í
landi en miður í Stokkhólmi og sunn-
anlands. í Danmörku hefir útvarpið
heyrst vel. í Bretlandi heyrist misjafn-
lega. í Bandaríkjunum heyrist víða vel,
en þó betur yfirleitt í Kanada. Þetta
má yfirleítt telja góðan árangur, eink-
um þegar tillit er til þess tekið að ekki
er hægt að útvarpa með stefnuloftneti,
en þá þyrfti fleiri^sendingar samstæð-
ar.
í fréttabréfi frá Vesturheimi, sem
skrifað er í New Westminster 1. jan.
síðastl. og birtist í Heimskringlu 3.
jan. segir á þessa leið:
„Fréttaútvarpið á íslenzku, beina
leið frá Reykjavík, heyrðist hér all-
vel vestur á Kyrrahafsströnd á nýárs-
dag kl. 12 á hádegi. (Pacifie war-
time).
Ég ætla. ekki að fara að telja upp
þær fróðlegu skýrslur og fréttir sem
var útvarpað, því það munu aðrir mér
færari gera. .
Ég skal samt geta þess að stöðin
sagðist útvarpa á sama tfma sunnu-
daginn 7. jan. n. k.
Það útvarp ætti að heyrast vel í
Manitoba kl. 2 e. h. á 25 metra band-
inu (24,52 m.).
Eins vil ég geta þess að ^g hef ekki
neinn sérstakan útbúnað fyrir móttöku
stuttbylgju, hefi, bara gott 8 ljósa radio,
sem hefur stuttbylgjuband áuk lang-
bylgju.
Móttökuvírinn, sem ég brúka er ekki
í góðu Iagi og stefnir ekki í áttina til
íslands, en ég mun hressa ppp á hann
fyrir næsta sunnudag og býst þá við
enn betri móttöku TFJ-stöðvarinnar.
Ég álít að þeir sem eitthvað hafa
átt við móttöku stuttbylgju, verði ekkí
í neinum vandræðum með að heyra
útvarpsstöð íslands".
Höfundur bréfsins er Kristján ís-
fjörð. Hann færir útvarpsstjóra og ætt-
jörðinni beztu óskir og biður hana
lengi lifa.
— Hvert er útvarpsefnið ?
— Fyrst um sinn er eingöngu út-
varpað almennum fréttum. Ef tími
vinst til er stundum drepið á helztu
nýmæli, t. d. hefir hitaveitu Reykja-
víkur verið talsvert ýtarlega getið.
Lögð er áherzla á að birta sem mest-
ar fréttir af því, sem ætla má að
landar utanlands vilji helzt um fræð-
ast, svo sem menningarmál, Iistir, bók-
menntir, íþróttir og fleira.
— Er ætlunin að auka starfsemina?
— Um það verður ekkert sagt að
svo stöddu, því að fyrst þarf að afla
miklu víðtækari upplýsinga um hlust-
endahópinn, áðúr en lagt verður í
meiri kostnað. Það er og nauðsynlegt
að fá samanburð á því, hversu margir
heyra stuttbylgjuútvarpið, sem ekki
heyra okkar gamla „Útvárp Reykja-
vík“. Mér hefir dottið í hug að at-
hugandi væri að útvarpa kvölddagskrá
útvarpsins einu sinni á viku á stutt-
bylgjum jafnframt, og mætti þá at-
huga að hagræða henni með hliðsjón
af útvarpi til útlanda. En þetta eru
bollaleggingar einar enn sem komið er.
— Starfa fleiri að þessu útvarpi?
-— Það er nú tæplega hægt að segja.
Ég hef að vísu fengið ágæta aðstoð og
á von á meiri aðstoð, t. d. ætlar Helgi
Hjörvar að gefa hlustendum stutta
skýrslu um störf síðasta Alþingis á
næstunni. En segja má að ég sé að
öðru leyti „einn á báti“.