Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 8

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 8
ÚT V ARPSTÍ ÐINDI 'l ar á mig, ég tíni þær af mér, en þeir tolla við hann“, og hún var fyrir að endurtaka setningar, sem hún var einu sinni búin að setja saman. Þær voru lærðar og geymdar og Gunnar mun hafa heyrt þær flestar með tímanum, og það vissu menn af frásögn Tótu, að hann var fyrir löngu hættur að láta vel að henni. Samt héngu þau saman, einsog flestra var siður í þá daga. Við strákarnir gerðum það stundum að gamni okkar, einkum eftir að skyggja tók á kvöldin, að læðast nið- ur að skúrnum hans Gunnars og kíkja á gluggana og reyna að heyra það, sem þau sögðu. Tóta var oft hávær, svo að fátt, sem hún sagði, tapaðist. En það var erfiðara að heyra til Gunn- ars. Þó kom það fyrir, að við opnuð- um ofurhægt útidyrahurðina, til að missa ekki af neinu. Þótt skömm sé frá að segja, þá gerðum við strákarnir meira at í Tótu heldur en Gunnari. Það hlýtur að hafa verið af hræðslu, því að okkur var ver við hann én hana. Hann var lítill vexti, en samanrekinn, hvass á brún- ina og þumbaralegur, ákveðinn ef hann skipaði eitthvað eða krafðist einhvers, en virtist daufgerður hvers- dagslega. Hann gekk aldrei með flibba, var oftast með klút um hálsinn, fór ekki í kirkju nema á aðfangadags- kvöld, og var þá alltaf með sama klút- inn, sem hann notaði ekki annars. Þau kvöld var Tóta í boði hjá systur sinni vestur í bæ. Tóta var lík Gunnari í vexti, en þó heldur grennri, og hafði verið talin gerðarleg stúlka og ekki ófríð í æsku. Hún stakk ofurlítið við fót og gerði það gang hennar dálítið sérkenniiegan og illa var henni við, þegar strákarnir hermdu eftir göngulaginu. Þá sneri hún sér að þeim og kallaði: ,,Ég skyldi pissa framan í ykkur, ef ég næði til ykkar“, alltaf . sömu setninguna, og hrækti í áttina til þeirra og þurrkaði sér svo um munninn með handarbak- inu. Tóta hafði oft sagt, að hún skyldi ná sér niðri á ,,helvítinu honum Gunn- ari“ hann skyldi einhverntíma verða að • / / i »*« tapa a ser! En Gunnar kunni að græða! Það bar til um þær mpndir, sem þau hafa verið nálægt fimmtugu, að Tóta var á leið niður í skúrinn með poka á bakinu. Það var byrjað að rökkva. Hópur af strákum gerði aðsúg að henni og togaði í pokann. Hún streittist á móti og reyndi að verja sig með pok- anum. Þeir espuðust við það. Jói, kallaður hamhleypa, var frakkastur. Og einhvernveginn fór það svo, að hún sleppti pokanum og náði tökum á stráknum, og kallaði hástöfum: „Helvítið þitt, Gunnar! Helvítið þitt, Gunnar!“ Og Gunnar kom út úr skúrnum, en fór sér að engu óðslega. Hann hljóp ekki til þeirra. „Flýttu þér! flýttu þér! áður en ég missi hann“, hrópaði Tóta af miklum ákafa. Þegar Gunnar kom að þeim, var það hans fyrsta verk að sparka kröftu- lega í rassinn á Jóa, sem braust um á hæl og hnakka og reyndi að losa sig úr klóm kerlingar. En allt í einu rak Tóta upp hátt sársaukavein og sleppti stráknum um leið, svo að hann slapp. Við strákarnir sáum greinilega, af

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.