Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Blaðsíða 9
ÚTVARPSTÍÐINDI 9 hverju Tóta æpti. Gunnar sparkaði svona hrottalega í bakhlutann á henni. Og við vorum sannfærðir um, að hann hafði gert það viljandi. Þegar farið var að skyggja lædd- umst við að skúmum til að hlusta. Tóta var þá búin að sýna Gunnari mar- ið á rasskinninni og hann var að sann- færa hana um, að hún ætti að klaga þetta fyrir lögreglunni og heimta skaðabætur; Jói hefði sparkað svona óþyrmilega í hana og ætti að borga fyrir það. Hún sagðist ekki vera vön að hlaupa í lögregluna, en hann gat þó sannfært hana og fengið hana til þess með því móti, að hann færi með henni. En hann sagðist vilja fá helm- inginn fyrir. Og hún gekk að þeim samningum. Þetta komst nú í hámæli í hverfinu á svipstundu og vildum við strákarnir vitna á móti Gunnari, en fullorðna fólk- ið sýndi okkur fram á, að við yrðum ekki teknir gildir. En svo heppilega vildi til, að tvær konur höfðu séð þetta út um glugga á næsta húsi. Þær tóku að sér að vitna. Og Gunnar var dæmdur á staðnum til að greiða Tótu fimm krónur í pen- ingum í sársaukabætur. Þegar Tóta var spurð að því eftir á, hvort hún yndi ekki vel þessum mála- lokum, þá svaraði hún: ,,Jú, eftir atvikum, eins og Iærðir menn segja, en helvítið hann Gunnar heimtaði helminginn, þegar við komum heim, og samvizkunnar vegna varð ég að borga það'\'-^ RÍKISÚTVARPIÐ Takmarb Ríkisútvarpsins og ætlunarverk er að ná til allra þegna landsins með hvers- konar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTYARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborganir, samningagerðir o. s. frv. — Útvarpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrif- stofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998. ÚTV ARPSRÁÐIÐ (Dagskrárstjórnin) hefur yfirstjóm hinnar menningarlegu starfsemi og velur útvarps- efni. Skrifstofan er opin til viötals og af- greiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÉTTASTOFAN annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. — Fréttaritarar eru í hverju hér- aði og kaupstað landsins. Sími fréttastofu 4994. Simi fréttastjóra 4845. AUGLÝ SINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tilbynningar til landsmanna með skjótum og áhrifamikl- um hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja út- varpsauglýsingar áhrifamestar allra auglýs- inga. Auglýsingasími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón méð útvarpsstöðinni, magnarasal og viðgerðastofu. Sími verb- fræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFAN annast um hverskonar viðgerðir og breýt- ingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og viðgerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ ER: Útvarpið inn á hvert heimili! Allir lands- menn þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslög þjóðlífsins; hjartaslög heimsins. Bíkisútvarpið.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.