Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 11

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 11
ÚTVARPSTIÐINDI 11 f Sinatra og vill láta mig skrifa til Hannesar eða Víkverja um að heimta hann í útvarpið. Hann syngur eins og breima köttur og fólkið slæst um hann í Ameríku. Það var sagt frá þessu héma í blaði um daginn. Þið hlustið náttúrulega allt af á Passíusálmana ? — Ég skifti. Já, ég vil þá heldur en hitt, en ég Vil Iáta syngja þá. Þú getur bara alls ekki ímyndað þér, hvað það myndi breyta kotunum, ef fjórir menn mættu í útvarpssalnum á kvöldin á föstunni og syngju einn sálm. Ég er viss um að tár myndu blika á mörgum hvarmi, sérstaklega eldra fólksins, óg ég full- yrði, að það myndi hafa þau. áhrif að farið yrði aftur að syngja Passíusálm- ana í baðstofunum, sérstaklega til sveita. Þið eruð náttúrulega að spila Bridge á kvöldin á föstunni eins og önnur kvöld. — Ég skifti. Já, eða að rífast í krökkunum, sem vilja fara í bíó. Það er svo erfitt að halda þessu gamla við hérna í borginni. Það er allt sem dregur. Maður reynir svo sem að hlusta á fræðandi erindi og skemmtilegar sögúr. Útvarpið er orðið að hálfgildings háskóla. Maður getifr lært allskonar tungumál í því og nú eru þeir farnir að kenni manni efnafræði. — Hvað hefur þér eigin- lega fundist bezt í útvarpinu í vetur? — Ég skifti. Það er ákaflega margt, sem mér hefur líkað vel, en hinn sameiginlegi dagur og vegur tókst ekki eins vel og\ ég bjóst við, þegar breytingin var boð- uð. Tungumálin læri ég ekki. En segðu mér, hvers vegna einn þeirra sem kenn- ir er alltaf með kvef. Hann er búinn að vera með það í 10 ár eða meir. Þjóðkórinn hefur ekki komið nógu oft. — Mér þótti búnaðarmálavikan góð. Einn kom mér þó algerlega á óvart. Hann sagði með spekingssvip: ,,Á eftir apríl kemúr maí“. — Ég skifti. Já, ég trúi því ^ð þú hafir orðið hissa, en er hún eiginlega ekki svona búnaðarfræðslan ykkar? Þú mannst líka eftir því að útvarpsráð lýsti fyrir- fram af sér allri ábyrgð á því sem sett yrði í útvarpið á þessari viku. Það er ekki svo blátt þetta útvarpsráð, þó að það renni stundum blávatn út úr út- varpinu. Annars er þetta nú of hart hjá mér, því að útvarpinu er yfirleitt vel stjórnað, svona í sambandi við, með tilliti til og í framhaldi af öllu saman. Þú heyrðir víst um daginn að Búnað- arfélagið vill láta fara að nota mysu til iðnaðar. Hvaða iðnaðar góði? — Kannske þessa gamla og góða iðnaðar okkar frá því í hitt eð fyrra? Þá held ég að Björn Blöndal fengi í nógu að snúast. Þú hefur þessa spíritussíseruðu mysu þína tilbúna þegar ég kem í sum- ar. Annars kalla ég þig upp eftir hálf- an mánuð. Vertu blessaður. — Ég skifti. Magnarinn. Úfvarps- AUGLÝSINGAR og ! TILKYNNINGAR Afgreiddar frá kl. 9 til 11 og 16.00 til 18.00 alla virka daga. Sunnudaga og helgidaga kl. 11.00—11.30 og 16—17, eigi á öðmm tímuni. Simi 1095.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.