Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Side 12

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Side 12
12 ÚTVARPSTÍÐINDI \ HLUSTAÐ f EINANGRUÐU LANDI Viðtal við SIGURÐ JÓHANNSSON verkfræðing í síðasta mánuði kom til landsins íslendingur, sem dvalizt hefur í Kaup- mannahöfn frá því fyrir stríð. Var hann sjónar- og heyrnarvottur að því, er Þjóðverjar hernámu Danmörk og fylgdist með því hver áhrif hernámið hafði á daglegt líf fólksins þar. Maður þessi er Sigurður Jóhannes- son verkfræðingur. Hann fór til Hafn- ar árið 1937 og stundaði nám við Verkfræðaskólann danska og lauk prófi í byggingarverkfræði við hann í jan- úar 1942. Eftir það starfaði Sigurður í einni af stjórnardeildum Dana, en strauk svo frá Danmörku yfir til Sví- þjóðar í desember 1943. Mun hann þá hafa verið búinn að fá nóg af ná- býlinu við nazista, eins og raunar flestir í Danmörku og Noregi á undan- förnum árum. „Eitt af því sem þreytti íslendinga mest, sem f Danmörku dvöldu, eftir að Þjóðverjar hernámu landið, var ein- angrunin og fréttaleysið að heiman“, sagði Sigurður við mig, er ég hitti hann að máli og bað hann að segja lesendum Útvarpstíðinda um skilyrði fólks í einangruðu landi til að hlusta á útvarp. „í Noregi voru öll útavrpstæki gerð upptæk hjá öðrum en quislingum, eins og kunnugt er, en í Danmörku fékk fólk að halda útvarpstækjum sín- Sif/uröiir Jóhannsson. um. Árið 1942 kom það að vísu til orða að banna mönnum að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar, eins og gert er í Þýzkalandi, en þó varð aldrei úr því. Hinsvegar höfðu. Þjóðverjar trufl- unarstöðvar, svo örðugt var að hlusta á érlendar stöðvar, nema frá Svíþjóð; þaðan heyrðizt útvarpið alltaf vel til Danmerkur. Lundúnaútvarpið heyrðizt einnig sæmilega, en dönsku útsending- arnar frá London var Þjóðverjum mein- illa við að hlustað væri á, enda gerðu þeir allt sem þeir gátu til að trufla þær. Otsendingar á ensku töldu þeir ekki eins skaðlegar, því almenningur, sem ekki skyldi enskuna, hafði lítil not af enska útvarpinu. Samt sem áður hefur tala útvarps- notenda í Danmörku farið mjög vax-

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.