Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 13

Útvarpstíðindi - 09.04.1945, Page 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 13 andi á stríðsárunum, enda framleiða Danir útvarpstæki sjálfir. Talið er að nú séu þar um I milljón skráðra út- varpshlustenda“. — Heyrðizt nokkurtíman útvarp frá stöðinni hér til Kaupmannahafnar? „Það var á tímabili veturinn 1940 til 1941, sem kvöldfréttimar kl. 10 heyrðust, en útvarp fyrr að kvöldinu heyrðist aldrei fyrir Minskstöðinni, sem hafði útsendingar til kl. 10 á kvöldin. Þessar kvöldfréttir heyrðust að vísu aldrei vel í Höfn, en betur úti á Jót- landi. Um það leyti kepptust íslending- ar við að ná sér í loftnet við tæki sín, til þess að heyra betur. En þetta var skammvinn fróun, því allt í einu hættum við með öllu að heyra í stöðinni, án þess við vissum af hverju það stafaði. Það get ég sagt, að íslendingar í Danmörku eyddu mikl- um tíma næstu mánuði á eftir í að reyna að ná stöðinni. En loks hættu því allir, er sýnt þótti, að það væri árangurslaust“. — Fréttaflutningurinn í danska út- varpinu ? , „Hann var eftir „resepti“ frá nazistum. Þeir höfðu fastan mann við útvarpið, sem las yfir allar fréttir og bjó þær út eftir sínum geðþótta áður en þulurinn las þær í útvarpið Eftir að danska stjórnin fór frá völdum í ágúst 1943 má heita að út- varpið væri algerlega í höndum Þjóð- verja. Danskir þulir, sem unnið höfðu við það hættu og margt fleira starfs- fólk. Þó var haldið áfram að útvarpa á dönsku. Fréttir í danska útvarpinu voru yfirleitt álíkar því, sem maður gat heyrt í Berlínar-útvarpinu. Ég held að enginn hafi tekið mark á þeim og sárafáir hiustað á þær. Þó gat maður ekki komist hjá því að hlusta við og við til að fylgjast með ýmsum tilskip- unum og fyrirmælum, sem gefin voru út til almennings gegnum útvarpið. T. d. um það hve fólk mætti vera lengi úti á kvöldin, hve margir mættu ganga saman á götunum o. m. fl.“ — Hafði fólk þá ekki rangar hug- myndir um gang styrjaldarinnar? „Það hlustuðu allir á sænska út- varpið, en þar voru fréttirnar sagðar jafnt frá þáðum aðilum, líkt og gert hefur verið hér á landi. Ennfremur var hlustað á dönsku fréttirnar frá London eftir því sem au ð*ið var. Annars má segja að fólk í Danmörku hafi almennt langmest hlustað á sænska útvarpið og gerir það vafalaust ennþá“. —- Hvað um dagskrárliði danska útvarpsins að öðru leyti? „Þeir breyttust ekkert að ráði. Þótt einstaka áróðurserindi hafi að vísu verið flutt í það, þá eru margir liðir óbreyttir. T. d. útvarpssamtölin, sem eiga miklum vinsældum að fagna. Það er;u ýmsir menn fengnir að hljóð- nemanum, sem þulir eða einhverjir aðrir eiga viðtöl við. Oft eru þetta bændur og yfirleitt fólk úr öllum stétt- um, sem á þennan hátt er fengið til að tala í útvarpið. Þá er annar þáttur í útvarpinu, bæði í Danmörku og SvíþjóS, sem á mjög fjölmennan hlustendahóp, en það eru nokkurskonar gáfnapróf, sem eru í því fólgin, að ýmist félagasamtök eða einstakhngar koma að hljóðnemanum og reyna þar með sér marks konar hugþrautir. Útvarpið leggur spurn- ingar fyrir þátttakendur, sem þeir eiga að svara, og er ákveðinn tími sqm 1

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.