Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 02.06.1947, Blaðsíða 4
220 ÚTVARPSTÍÐINDl gagnrýni. Helzt virðist svo, sem yf- innenn, einnar þýðingarmestu stofn- unar þjóðarinnar, séu ekki nógu vak- andi yfir velferð hennar. Þeir ráð- herrar, sem farið hafa með málefni útvarpsins, virðast ekki hafa gert sér nógu glögga grein fyrir þýðingu þess starfs, sem það hefur með höndum. Þeir hafa ekki gætt þess, að búa þannig að stofnuninni, að fullnægt sé þörfum hennar, og þeir hafa því síður verið nógu ákveðnir húsbænd- ur þeirra manna, sem hafa helztu og vandasömustu störfin með höndum hjá henni — og er með þessum orð- um fyrst og fremst átt við dagskrár- störfin. Stjórn og rekstur útvarps- ráðs er ekki, og getur ekki verið, aukastarf. Það verður að vera aðal- starf, ekki aðeins eins manns, heldur fleiri manna. — Sýndarmennska og sport verður að víkja í þessu sem öðru, en við verður að taka ötult og árvökult starf, unnið af heilum hug. Brunabótafélag Islands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuhúsinu (sími 4915) og hjá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað. RÍKI88JTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, úthorg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra er 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJ ALDA annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998 ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrástjórnin) liefur yfirstjórn hinn- ar menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrifstofan er opin til við- tals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÉTTASTOFAN annast uin fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. — Fréttaritarar eru í liverju héraði og kaupstað landsins. Sími fréttastofu 4994. Sfnii fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- ingar til landsmanna ineð skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsinga- sími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöð- inni, magnarasal og viðgerðastofu. Slmi verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFAN annast um hverskonar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbcining- ar fræðslu um not og viðgerðir v)ð- tækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ er: Útvarpið inn á hvert heimili! Allir landsmenn þurfa að eiga kost(á því, að hlusta á æðaslög þjóðlífsins; hjarlaslög heimsins. fí (kisátvarpið.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.